18.5.2017 | 10:59
Einkaleyfi ÁTVR afnumið án lagasetningar?
Þetta er nokkuð einkennileg frétt þó svo ég viti ekki alveg hvernig heildsala á áfengi fer fram. Ég hélt að heildsölurnar yrðu að versla við ÁTVR sem síðan seldi vöruna áfram til smásöluaðila, þ.e. veitingarstaða og bara.
Ef það er rétt hjá mér þýðir þetta mikla rýmkun á sölu áfengis hér á landi - og það þrátt fyrir að framlagt lagafrumvarp á alþingi hafi ekki náð fram að ganga (og mun nær örugglega ekki gera það). Þá er þetta auðvitað skandall og eflaust lögleysa.
Eitt er víst að þessi "verslun" nýtur meira frelsis en aðrar verslanir hér á landi. Spurning er hverju það valdi. Vegna þess eins að hún er bandarísk?
Costco mun selja áfengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 211
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 187
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er víst ekki alls kostar rétt hjá mér. Verslanakeðjur eins og Hagar eru með heildsölur sem selja til veitingarhúsa og bara, auk þess sem heilsölurnar sjálfar (birgar) selja beint til þessara aðila.
Þetta er hins vegar nýtt hjá verslunum. Haga byrjuðu t.d. rétt fyrir síðustu jól að flytja inn áfengi. Ætla má að þessar verslanir, Hagar og Costco, séu að undirbúa sig fyrir að einkaleyfi ÁTVR á sölu áfengis verði afnumið, þ.e að búa sig undir að geta selt sjálfar áfengi í sínum verslunum. Verði þannig bæði með heildverslunina og smásöluna - enda miklir fjármunir í húfi.
Torfi Kristján Stefánsson, 18.5.2017 kl. 13:39
Þetta er víst ekki alls kostar rétt hjá mér. Verslanakeðjur eins og Hagar eru með heildsölur sem selja til veitingarhúsa og bara, auk þess sem heilsölurnar sjálfar (birgar) selja beint til þessara aðila.
Þetta er hins vegar nýtt hjá verslunum. Hagar byrjuðu t.d. rétt fyrir síðustu jól að flytja inn áfengi. Ætla má að þessar verslanir, Hagar og Costco, séu að undirbúa sig fyrir að einkaleyfi ÁTVR á sölu áfengis verði afnumið, þ.e að búa sig undir að geta selt sjálfar áfengi í sínum verslunum. Verði þannig bæði með heildverslunina og smásöluna - enda miklir fjármunir í húfi.
Torfi Kristján Stefánsson, 18.5.2017 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.