18.7.2017 | 18:25
Sísí?
Fréttaflutningurinn af EM kvenna í fótbolta er auðvitað kapituli út af fyrir sig. Engin fagleg úttekt á liðinu, eða liðunum í riðlinum, hvað þá mótinu í heild heldur eingöngu viðtöl við "hetjurnar" okkar - þ.e. persónudýrkunin á fullu.
Hér er hins vegar almennileg umfjöllun um mótið - og um liðin í okkar riðli þar með talið hið íslenska:
Ætlunin var þó hér að skrifa um byrjunarval landsliðsþjálfarans. Sannarlega óvænt eða kannski frekar fífldjarft. Þrír óreyndir leikmenn, tveir kornungir, gegn einhverju besta landsliði í heimi!
Spurning hvort þjálfarinn sé búinn að kasta inn handklæðinu þegar fyrir leikinn eða hvort þetta sé útspil til að koma Frökkum á óvart?
Hvort heldur sem er þá hlýtur þetta að vera hæpið val (þó það eigi auðvitað eftir að koma í ljós). Reynsla hlýtur að vega þungt í leik gegn svona góðu liði.
Ingibjörg í stað Önnu Bjarkar, Sigríður Lára í stað Kristínar Ásbjörns og Agla í stað Elínar Mettu! Svo ekki sé talað um aðra góða leikmenn sem eru fyrir utan byrjunarliðið.
Svo er auðvitað spurning um veikleikana undanfarið: Guðbjörgu í markinu, Hallberu á kantinum og Fanndísi frammi. Þá er Dagný ekki í neinni leikþjálfun og er áhættuval útaf fyrir sig.
Spurning um úrslitin? 5-2 fyrir Frakka rétt eins og í leiknum í fyrra hjá karlaliðunum!?
Agla, Ingibjörg og Sísí byrja allar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 18
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 97
- Frá upphafi: 458236
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 93
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.