Ein allsherjar lygi undanfarna daga?

Það lítur allt út fyrir að látalæti WoW Air, eða réttara sagt Skúla og skuldabréfaeigendanna, um að það muni takast að bjarga félaginu hafi verið einn stór blekkingaleikur.

Það hljómar allavega mjög undarlega að þurft hafi að aflýsa öllu flugi vegna þess að samningaviðræður séu á lokametrunum!
Var ekki hægt að finna einhverja trúarlegri skýringu?

Í ljósi þessa var nýjasta útspil Skúla í gær um að mikill viðsnúningur væri framundan hjá félaginu, kannski versta dæmið um óheiðarleika hans - og minnir ekki lítið á þann leik sem Kaupþing lék fyrir Hrun (og fleiri aðilar). 

Allt bendir nú til þess að Skúli og skuldabréfaeigendurnir hafi verið að reyna að komast yfir sem allra mest fé á lokametrunum, rétt eins og félagar þeirra fyrir Hrun. Sannarlega Kaupthinging það. Svo er skipt um kennitölu, stofnað nýtt fyrirtæki og fjölmiðlarnir taka fagnandi á móti frelsandi riddaranum á nýja hestinum!

Já, er ekki margt í dag sem minnir á Hrunið? Stór fyrirtæki að fara á hausinn, full af tómum íbúðum í höfuðborginni sem seljast ekki og gríðarlega stór hótel í byggingu, nú þegar samdráttur er hafinn í ferðamennskunni.
Hætt er við að lánin sem þessir athafnamenn fengu til framkvæmda, jafnt frá bönkum sem frá lífeyrissjóðum muni aldrei vera greidd og lánastofnanirnar standi uppi með tapað fé og rambi á barmi gjaldþrots.
En þá er nú bara skipt um kennitölu og hringavitleysan hefst á ný ...


mbl.is Þúsundir farþega bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 156
  • Frá upphafi: 459965

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 145
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband