3.4.2019 | 13:18
Mjög ásættanlegur samningur?
Talað er um hækkun ráðstöfunartekna þeirra lægstlaunuðu um 10 þúsund krónur á mánuði en ekki kemur fram hvernig.
Ekkert talað um hve skattaprósentan í lægsta skattþrepinu verði mikil, en hún var jú mjög nánasarleg í fyrri tillögu ríkisstjórnarinnar. Katrín forsætisráðherra var mjög loðin í svörum um það í viðtali við Heimi Má í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Kjarninn greinir reyndar frá því að með tilkomu lægsta skattleysisþrepsins hækki ráðstöfunartekjurnar um 3.250 kr. miðað við fyrra tilboð. Þetta átti samkvæmt fyrra tilboði að vera á þremur árum og hefur varla verið breytt. Hækkunin nemur þannig 1000 krónum á mánuði fyrsta árið og aðrar 1000 kr. á því næsta. Það er næstum eins hlægilegt og fyrra tilboðið!
Í ljósi þessa er mikill viðsnúningur verkalýðshreyfingarinnar undrunarefni. Í stað hins harða tóns eru kominn sáttartónn og borið við að staðan í þjóðfélaginu sé allt önnur nú með galdþroti Wow-air.
En af hverju er þá verið að semja til þriggja og hálfs árs? Verður samfélagið virkilega svona lengi að ná sér? Varla!
Nær væri að semja til árs vegna þessarar nýju stöðu en helst að semja ekki neitt uppá þessi býti, sem hafa eflaust lítið sem ekkert breyst síðan fyrra útspil ríkisstjórnarinnar kom.
https://kjarninn.is/skyring/2019-04-02-rikisstjornin-metur-framlag-sitt-til-lifskjarasamninga-a-100-milljarda-krona/
Ætla sér að skrifa undir kl. 15 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 101
- Frá upphafi: 458380
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 87
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.