20.3.2020 | 09:10
Að aðrir haldi sig í fjarlægð?
Þetta er nú kostuleg frétt!
Í leiðbeiningum landlæknis er tekið skírt fram að einstaklingur í sóttkví megi "ekki fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til".
Að vísu eru til undantekningar á þessu svo sem fara í gönguferðir, en það er sá í sóttkvínni, sem verður að halda sig í "a.m.k. 2 m fjarlægð frá öðrum vegfarendum."
Ljóst er á myndinni að þetta sóttkvíarlið gætir þess alls ekki heldur hleypur framhjá grunlausum vegfarandanum fast upp við hlið hans svo hann getur á engan hátt varast þessa nálægð.
Svo eru það hinir í hlaupahópnum. Þeir gæta ekki heldur þessara fjarlægðarmarka við þá sem eru í sóttkvínni.
Svo má reyndar nefna það að í leiðbeiningum segir aðeins að þeir sem eru í sóttkví megi fara í göngutúra (líklega á fáförnum stöðum) en ekkert um skokk niðri í miðbæ!
Sjálfhverfa þessa liðs er þannig átakanleg. Að vera sjálft í formi skiptir öllu máli en hagur annarra eflaust alls engu.
Svo er eftirlitið greinilega ekkert með því að sóttkvíin sé haldin, enda hafa upparnir ("þetta efnilega unga fólk sem erfa mun landið") hingað til notið forréttinda sem allur almenningur nýtur alls ekki: "Við treystum fólki, það er almannavarnir"!
Sóttkví - 2 metrar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 458041
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.