21.7.2020 | 13:18
Víðar kalt og einnig í fyrrinótt
Það var einnig kalt í nótt í nágrenni Reykjavíkur. Á Sandskeiði var t.d. frost í fjóra tíma. Hitinn fór undir tvö stig á fjölda stöðva á Suður- og Vesturlandi.
Í fyrrinótt var sami kuldinn þó svo að Einar Sveinbjörns minnist ekki á það. Þá var einnig frost á Þingvöllum og sömuleiðis í Þykkvabæ. Skrítið að ekkert heyrist í fjölmiðlum frá fólki á þessum stöðum, t.d. kartöflubændum í Þykkvabænum. Líklega fyrst og fremst vegna áhugaleysis fjölmiðla á lífinu úti á landi.
Trausti Jóns skrifar á moggablogginu um þennan kulda. Þar kemur einnig fram að júlí í ár er með þeim köldustu í höfuðborginni á þessari öld - og stefnir samkvæmt spám í að verða sá kaldasti.
Það er þó gott að fjölmiðlar séu loksins að vakna og hætta að apa upp eftir veðurfræðingunum að hitinn verði alla daga 8-16 stig, þegar nær væri að segja 0-16 stig!
Trausti Jóns skrifar á moggablogginu um þennan kulda. Þar kemur einnig fram að júlí í ár er með þeim köldustu í höfuðborginni á þessari öld - og stefnir samkvæmt spám í að verða sá kaldasti.
Það er þó gott að fjölmiðlar séu loksins að vakna og hætta að apa upp eftir veðurfræðingunum að hitinn verði alla daga 8-16 stig, þegar nær væri að segja 0-16 stig!
Mesta júlífrost á Þingvöllum í áratug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 275
- Frá upphafi: 459304
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 244
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.