Færri innlagnir og engin dauðföll

Sóttvarnarlæknir og fleiri hafa verið iðnir undanfarið við að halda því fram að kórónuveiran nú, í annarri eða þriðju bylgju, sé alveg jafn skæð og sú í fyrstu bylgjunni síðastliðið vor. Þetta þrátt fyrir að mun færri hafi lagst inn á spítala nú og engin dauðsföll orðið í haustbylgjunni. Trúlegt sem sé eða hitt þá heldur!

Danskir læknar eru heiðarlegri gagnvart almenningi en íslenskir kollegar þeirra og viðurkenna að veikindin séu vægari í þessari bylgju. Það merkja þeir einkun á færri innlögnum, dauðsfjöllum og að þeir sen lenda á sjúkrahúsum þurfa að dveljast þar mun skemur er venjan var í vetur/vor. Þetta síðastnefnda skiptir mestu máli fyrir sjúkrahúsin og gerir það að verkum að álagið á þau er miklu minna en í fyrstu bylgjunni (nú eru innlagnir að meðaltali í 4 daga en áður í hátt í níu daga).
Einnig skipta lyfin talsverðu máli til að hemja alvarlegustu veikindin, þ.e. lyfin Remdesivir og Dexamethason.

https://www.dr.dk/nyheder/indland/indlagte-coronapatienter-er-mindre-syge-end-i-foraaret

Hér á landi er hins vegar engin umræða um þetta - ekkert fjallað opinberlega um lyfjagjöf - og forsvarsfólk sjúkrahúsanna gefur í skyn að álagið sé gífurlegt!

Allt bendir því til þess að hér sé mikill blekkingarleikur í gangi - og hversu varasamt það er að láta heilbrigðisyfirvöld stjórna algjörlega ferðinni hvað varðar viðbrögð við veirunni - viðbrögð sem svo valda mun meiri skaða en sjálfur sjúkdómurinn.
Þetta var hér áður fyrr kallað hrossalækningar.


mbl.is Ekki ber að oftúlka færri smit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 458378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband