12.10.2020 | 14:06
Prímadonnur
Athyglisvert hvernig sumir í landsliðinu fá silkihanskameðhöndlun alltaf hreint. Gylfi Sig. virðist geta ákveðið það sjálfur hvenær hann spilar og hvenær ekki - og komist upp með það. Þá eru þessi meintu meiðsli Jóhanns Bergs tortryggileg og virðist samkvæmt þessu að hann hefði vel getað spilað gegn Dönum. Prímadonnur sem sé.
Það hlýtur að vera orðin áleitin spurning hvort ekki sé rétt að hætta að velja þessa meiðslagemlinga og prímadonnur í landsliðið og endurnýja það algjörlega - enda er árangur gamlingjanna undanfarið ekki til að hrópa húrra fyrir.
Svo er einnig spurning um karakter þjálfarans. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann lætur "stjörnurnar" stjórna sér. Þegar hann var með sænska landsliðið réð Zlatan öllu sem hann vildi og varð til þess að menn eins og Fredrik Ljungberg hættu að gefa kost á sér. Megum við búast við einhverju svipuðu ef við sitjum uppi með þennan þjálfara til lengdar?
Vonandi situr hann þó ekki lengi í viðbót.
Sigurinn gegn Rúmenum í síðustu viku var t.d. ekki mikið afrek. Þeir töpuðu illilega gegn Norðmönnum í gær (4-0) en Norðmenn höfðu áður tapað heima gegn Serbum (1-3).
Ungverjarnir, sem við mætum í hreinni úrslitakeppni í næsta mánuði um að komast á EM, unnu hins vegar Serba úti (0-1). Það sýnir okkur að þetta lið sem Hamrén velur alltaf hreint (þegar þeir þá gefa kost á sér) hefur lítið í Ungverjana að gera.
Sjö sem spila ekki gegn Belgum engir í staðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 14:09 | Facebook
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.