20.1.2021 | 12:15
Enn misnotar Þórólfur vald sitt!
Þrátt fyrir að smit hér innanlands hafi verið um og undir 10 smitum síðan fyrir jól er enn haldið stíft í takmarkanir hér á landi.
Ytra eru t.d. fjarlægðarmörk víða 1-1,5 metri, þrátt fyrir miklu fleiri smit, en hér tveir metrar. Grímuskylda er hér nær alls staðar innan húss en óvíða ytra. Smitrakning mun meiri hér en ytra en samt mun minna um smit - og þrátt fyrir það eru hér einhverjar hörðustu varúðarráðstafanir sem þekkjast!
Maður hefur það á tilfinningunni að ef sóttvarnaryfirvöld fái að ráða þá verði þessu takmörkunum á frelsi almennings aldrei aflétt. Þau séu komin til að vera.
Af þessu gefnu tilefni birti ég hér eitt vers úr Passíusálmum sr. Hallgríms, sem á við um alla þá sem misnota vald sitt:
Af stórri makt sig réð stæra
stoltur Pílatus hér,
rétt mál til rangs að færa
reiknaði leyfilegt sér.
Kann vera margan megi
meining sú villa þrátt,
þó lögin brjóti og beygi,
bannað sé þeim það eigi,
fyrst vald þeir hafa hátt.
Fólki í sóttkví fjölgar um 66% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 276
- Frá upphafi: 459305
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 245
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.