Mogginn að ljúga ... !

Stórfurðuleg túlkun Moggans á fréttinni á RÚV því fréttin þar gengur út á að hvorki hafi verið haft samband við Viðar Örn né íþróttastjóra norska liðsins um hvort væri hægt að fá Viðar í landsliðsverkefni!

Það eina sem er nokkurn veginn satt hjá Mogganum er að þann 1. mars eða nokkru áður en liðið var valið þá hafi norska liðið látið vita af því að ekki væri hægt að fá hann í landsleikina en bætt við "að óbreyttu".
Þetta létu þjálfararnir og KSÍ sér nægja og höfðu ekki samband aftur til að athuga hvort væri hægt að breyta þessu. Það sýnir nú ekki mikinn áhuga á að nota Viðar.

Menn hljóta að kalla eftir því að þessi þjálfari verði látinn taka pokann sinn - og það sem fyrst. Þetta er ekki fyrsti hálfsannleikurinn sem hann kemur með. Menn muna væntanlega eftir málinu með Mikael Anderson.

Svo er það Gylfi Þór og barnshafandi eiginkona hans. Gylfi gaf jú ekki kost á sér vegna þess að konan var að fara að eiga. Reyndar fylgdi ekki sögunni hvenær hún ætti von á sér. Var það í síðustu viku, í þessari, eftir mánuð eða voru þau að fá að vita það rétt í þessu að hún væri barnshafandi?

Það verður fróðlegt að heyra af því þegar barnið (loks) fæðist!! Hvíta lygin er nefnilega stundum mun verri en sú sótsvarta ...


mbl.is Neitun frá Vålerenga 1. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 455618

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband