6.5.2021 | 09:18
Er yfirhylmingin alvarlegri en brotin?
Nokkuð sérkennileg yfirlýsing frá framkvæmdastjóra SOS-barnaþorpanna á Íslandi. Þessi brot sýna mjög alvarleg mein innan sjálfra samtakanna ekki aðeins í stjórnsýslunni heldur í allri starfseminni, samtaka sem velta gífurlegum upphæðum á hverju ári.
Ásakanirnar, sem reynt hefur verið að þagga niður, eru allt frá kynferðislegri misnotkun á börnum og annað líkamlegt ofbeldi, spilling og misnotkun á styrktar- og söfnunargjöfum. Þessi brot hafa staðið lengi yfir eða í um 30 ár og virðast vera kerfislega innbyggð í þetta "hjálparstarf". Sem sé þrælskipulögð glæpastarfsemi til að hafa fjármuni af góðtrúa fólki?
Í norskum fjölmiðlum kemur þetta allt saman ágætlega fram en norsku samtökin eru ein af þeim átta alþjóðlegu SOS stofnunum sem hafa tekið þátt í þessari rannsókn. Ætli sú íslenska sé ein af þeim?:
https://klassekampen.no/utgave/2021-05-05/sviktet-barna-de-skulle-beskytte
Athygli vekur að á heimasíðu samtakanna hér á landi (sos.is) er ekki hægt að lesa um málið (en það var fyrst í gær (5. maí) sett inn á netið) né aðrar upplýsingar um samtökin, nema maður gefi leyfi til að hleypa auglýsingum að, sem er nokkuð sérkennilegt af hjálparsamtökum að vera. Auk þess kemur ekki fram, að því að ég best fæ séð, hvað miklir fjármunir renna í gegnum samtökin eða hvað hið opinbera styður þau um háar upphæðir o.s.frv. Alvarlegar brotalamir einnig hér?
Yfirhylming á æðstu stöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 215
- Frá upphafi: 459937
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 191
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.