19.5.2021 | 13:31
Ekki eitt orð um helstu ástæðu verðbólgunnar - lágir vextir!
Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri bregst ekki vonum vina sinna, Hrunverjanna og húsnæðisbraskaranna.
Hann nefnir auðvitað alls ekki helstu ástæðu verðbólgunnar, þ.e. hve húsnæðisverð - vísitalan - hefur snarhækkað að undanförnu, svo annað eins hefur ekki sést síðan fyrir Hrun.
Helsta ástæðan er lágir útlánsvextir bankanna, sem eru auðvitað stýrivaxtalækkunum Seðlabankans undanfarið að kenna.
Húsnæðisverðið hefur jú hækkað gífurlega nú um lengri tíma eða á einu ári vegna aukinnar eftirspurnar í kjölfar lækkunar vaxta til húsnæðislána.
Loksins núna er brugðist við, eftir hálfs árs tregðu, en hækkun stýrivaxtanna gat þó ekki verið minni, eða 0,25%!!
Já, Ásgeir sér um sína - sem líklega var ástæða þess að hann fékk starfið.
![]() |
Hræðist ekki að vera fyrstur að hækka vexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.2.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 141
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 121
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.