Reynslulítið lið í lokin?

Það var greinilegt í þessum leik íslenska karlalandsliðsins að reynsla liðsins var aðal vandamálið en ekki öfugt. Menn eins og Aron Einar og Birkir Bjarna gátu ekkert í þessum leik, en það er svo sem ekkert nýtt. Þeir hafa aldrei getað neitt. Leikur íslenska liðsins batnaði ekki fyrr en þeir voru farnir útaf. 

Svo er það auðvitað spurning um þessa nýju landsliðsþjálfara, hvort þeir séu ekki lélegasta þjálfaraparið sem nokkurn tímann hefur þjálfað íslenskt landslið karla í fótbolta (og þá eru margir slæmir sem ég nenni ekki að telja upp hér). 

Valið á byrjunarliðið - og svo auðvitað alltof seinar innáskiptingar - sýnir hversu misheppnaðir þeir eru. Valgeir í vinstri bakverðinum, sem kemst ekki einu sinni í hóp hjá neðsta liðinu í sænsku úrvalsdeildinni, meðan Guðm. Þórarins í toppliði bandarísku deildarinnar kom loks inná á 79. mín!
Og loksins þegar skiptingarnar komu þá kom Stefán Teitur inná en ekki Aron Elís sem hefur verið valinn þrisvar í úrvalslið dönsku úrvalsdeildarinnar. Hann fékk svo að sitja á bekknum allan leikinn þrátt fyrir loforð Eiðs Smára um að sem flestir fengju að spreyta sig í þessum leik.

Svo er það blessaður hann Jón Daði, sem ekkert hefur fengið að spila undanfarið með lélegu b-deildarliði Millwall. Hann fékk að hanga inná vellinum, án þess að sýna neitt, í yfir 60 mín eða þar til að markaskorarinn, Mikael Anderson, fékk loks að koma inná. 

Færeyingar voru miklu betra liðið í þessum leik sem er auðvitað skandall fyrir íslenska liðið. Spurning hvort maður ætti ekki að breyta um ríkisborgararétt? Nöfn eins og Teitur, Sölvi, Hallur, Brandur, Þórður, Hörður, Bjarni, Jóhannes og Gunnar fær mann til að upplifa sig heimakominn!


mbl.is Fallegt sigurmark Mikaels í Þórshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 105
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 90
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband