Hjarðónæmi ómögulegt?!

Það er athyglisvert að Þórólfi greinir hér á við sóttvarnarlækni Norðmanna, Espen Nakstad. Sá síðarnefndi heldur því nefnilega fram að ekki sé hægt að ná upp harðónæmi gegn ómikron afbrigðinu. Fólk muni smitast mörgum sinnum:
"Jeg tror ikke man kan få flokkimmunitet mot omikronvarianten. Vi kommer nok alle til å bli smittet flere ganger."
Mótefnið hverfi mjög fljótt úr líkamanum og því veikist viðkomandi aftur og aftur. Hann bætir þó við að fólk muni líklega veikjast minna eftir því sem það veikist oftar. Þetta hefur sýnt sig með inflúensuna og allt bendi til þess að hið sama gildi um kórónuveiruna. Fólk geti því smitast tvisvar til þrisvar sinnum á ári, rétt eins og af kvefprest.
Og rétt eins og kvefið og inflúensan verður kórónuveiran að vetrarsjúkdómi sem nái hámarki sínu í janúar og febrúar.
https://www.nrk.no/norge/nakstad-om-viruset_-_-vi-blir-ikke-immune-mot-omikron-1.15827638

Því vaknar sú spurning hvort að Þórólfur viti af þessari umræðu og ef svo er hvort hann sé vísvitandi að reyna að þagga hana niður af pólitískum ástæðum. Ef hann veit ekki af henni þá setur það auðvitað ákveðið spurningarmerki um hæfni hans í þessu starfi.
Eins og kunnugt er, eru pólitíkusar, aðallega ákveðinna flokka, að skipta sér fullmikið af sóttvörnum sem sérfræðingar leggja til og ættu að hafa mest vit á - en ekki pólitíkusarnir. 

 

 

 


mbl.is Hjarðónæmi eftir einn og hálfan til tvo mánuði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 458378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband