Metfjöldi smita breytir engu um afléttingar!

Þetta er auðvitað meira en lítið skrýtið miðað við stöðu mála úti í samfélaginu sem og á spítalanum. Nú eru 33 á spítala og smitin vel yfir 2000 síðasta sólarning og hafa aldrei verið fleiri. Þá hefur aldrei mælst svo margir smitaðir utan sóttkvíar!

Ef litið er til baka má sjá undarlegt ósamræmi í viðbrögðum sóttvarnalæknis og stjórnvalda. Þar má greinlega sjá mikinn þrýsting frá pólitíkusum, þ.e. sjálfstæðismönnum, um afléttingar, þ.e. popúlismi á hæsta stigi.

Til samanburðar má nefna að lýst var yfir neyðarstigi þann 4. október 2020 en smitin voru þá undir hundrað (nú yfir 2200!). Þá voru 26 á spítala (en nú eru þeir 32)! Neyðarstiginu var ekki aflétt fyrr en 1. febrúar en þá var nær ekkert um smit. Smitin þennan veturinn fór þó aldrei yfir 30 en suma dagana voru þau nær engin. Samt var talsvert skimað eða allt upp í 2000 sýni á sólarhring.
23. mars 2021 voru smitin 20(!) og voru þá settar hörðustu reglur frá upphafi. Smitin héldu áfram að vera mjög fá þannig að þessu var aflétt að hluta þremur vikum seinna. Síðan var öllu aflétt 1. júlí í fyrra. Þá fór smitunum að fjölga og fóru brátt yfir 100 á dag þrátt fyrir bólusetningarnar. Stóra stökkið kom svo um jólin og undir nýár þegar smitin fóru yfir 1500 í fyrsta sinn. Samt var þá haldið áfram að tala um meiri afléttingar og núna þegar ástandið er háalvarlegt er verið að boða enn frekari slíkar. 
Augljós er að það þarf að fara í saumana á viðbrögðum sóttvarnalæknis og stjórnvalda í ljósi þessa ósamræmis, enda hefur slík úttekt farið fram í löndunum í kringum okkur - og mun eflaust verða endurtekin þegar faraldurinn er yfirstaðinn.
Á meðan spyr maður sig hver beri ábyrgðina á þessum hringlandahætti og hvort viðkomandi eða -endur verði látin/látnir sæta hennar.


mbl.is Breytir ekki áformum almannavarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 129
  • Frá upphafi: 455522

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 117
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband