19.2.2022 | 10:40
Sannleikurinn fyrsta fórnarlambið
Í stríði, eða eigum við að segja í aðdraganda þess, er sannleikurinn fyrsta fórnarlambið.
Við höfum orðið vitni að því í pressunni, bæði hér heima og annars staðar á Vesturlöndum, að hlutunum er snúið á hvolf án þess að fjölmiðlafólkið depli auga.
Innrás Úkraínuhers í austurhluta landsins, héraða aðskilnaðarsinna, hefur lengi staðið til með áköfum stuðningi hins "frjálsa" heims, ekki síst hinna stríðs- og morðóðu Bandaríkjamanna sem hafa fleiri árásarstríð á samviskunni en allar aðrar þjóðir í heiminum (og drepa hverjir aðra í meira mæli en þekkist meðal annarra þjóða).
Rússar hafa hins vegar beitt fælingarstefnu í Úkraínudeilunni, stillt upp herliði við landamæri sjálfstjórnarhéraðanna og á Krímskaga með þessum skilaboðum: Ef þið gerið innrás þá verjum við aðskilnaðarsinnana.
Í vestrænu pressunni er þetta látið heita "yfirvofandi innrás Rússa inn í Úkraínu"!
Blóðhundurinn Biden hefur sýnt sig vera þúsundsinnum meiri stríðsæsingamaður en Trump forveri hans, en sá lét þó harla digurbarkalega á stundum. Og kratar allra landa taka glaðir undir og vilja enn halda í austurveg til að berja á rússneska birninum.
Danir, og kratastjórnin þar, eru t.d. meira en lítið stríðsóðir þessa dagana og senda herlið til fyrrum lýðvelda Sovétríkjanna. Það minnir talsvert á seinni heimsstyrjöldina þegar 65.000 Danir börðust með nasistum á austurvígstöðvunum (og svipaður fjöldi Norðmanna).
Hinar lýðræðiselskandi þjóðir eru svo ekki meiri lýðræðiselskendur en það að þeir hunsa vilja íbúanna í austurhluta Úkraínu til sjálfstæðis, sem og íbúa á Krímskaganum.
Þær fóru hins vegar öðruvísi að þegar gömlu Júgóslafíu var skipt upp. Þar voru þær með stífa undirróðursstarfsemi, vopna- og peningasendingar til aðskilnaðarsinna svo úr urðu lönd eins og Kósóvó, Svartfjallaland og Norður-Makedónía sem aldrei höfðu verið sjálfstæð áður. Allt til að klekkja á Serbum (og Rússum auðvitað óbeint) sem Evrópusambandsríkjunum í vestri fannst vera of sterkir fyrir þeirra smekk.
Þá spiluðu fjölmiðlar (og kratar) með og enn gerist það sama. Það er nefnilega svo gaman að skrifa um stríð - bara að maður lendi ekki í því sjálfur. Og kratar hafa jú alltaf hatað Rússa, þeir síðarnefndu voru jú eitt sinn kommúnistar. Þar liggur hatrið.
![]() |
Aðskilnaðarsinnar senda út herkvaðningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 144
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 124
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.