Lygarnar um Úkraínustríðið

Það er ótrúlegt að lesa pressuna hér heima, sem og víðast hvar annarsstaðar, og stuðninginn við hina gjörspilltu stjórn Úkraínu. Enda kannski ekki nema von. ESB og NATÓ hafa verið að dæla vopnum og fjármagni til þeirra og hvetja þá ákaft til að ráðast inn í sjálfstjórnarhéruðin í austurhluta landsins.

Loks þegar Rússar höfðu manndóm í sér til að leggja þessum héruðum lið þá varð auðvitað allt vitlaust. Það er eins og þetta sé eina dæmið um stríð eða "brot" á alþjóðareglum og Rússarnir málaðir með dekkstu litum.

Ef ég man rétt þá hafa Bandaríkjamenn með stuðningi hinna evrópsku Natóríkja ráðist inn í fjölda landa á þessari öld: Afganistan, Írak, Lýbíu, Sýrland - og allt voru þetta skýlaus brot á alþjóðalögum án þess að það heyrist múkk í alþjóðasamfélaginu eða vestrænu pressunni!

Fyrst hélt maður að Rússarnir létu sér nægja að hjálpa aðskilnaðarsinnum að ná aftur öllu Dunbas-héraði eftir að Úkraínuher lagði það undir sig í janúar 2014. Sem dæmi má nefna borgina Mariupol þar sem 90% íbúa eru rússneskumælandi en úkraínski herinn lagði borgina undir sig meðan á lýðræðislegri atkvæðagreiðslu stóð um hvort lýsa skyldi héraðið sjálfstætt eða ekki!
Þar er nú úkraínsk nasistahreyfing með höfuðstöðvar og komst í fréttirnar nú fyrir skömmu fyrir að þjálfa 79 ára gamla konu í vopnaburði! Þetta lið, sem kennir sig við Azov, marserar í gamalkunnum fasistastíl um götur borga í austurhluta landsins, borga sem eru á valdi Úkraínustjórnar en þar sem meirihluti íbúa eru rússneskumælandi - svona til að minna þá á að halda sig á mottunni.
Eftir innrásina í borgina árið 2014 birtist þessi frétt í The Guardian (sem þá stóð enn í lappirnar):

https://www.theguardian.com/world/2014/may/10/donetsk-referendum-ukraine-civil-war

Síðan kemur í ljós að Rússar ætla að hrekja ríkisstjórnina frá völdum, vafalaust vegna yfirlýsingar hennar árið 2017 (þrátt fyrir Minsk-samkomulagið 2015) um að leggja austurhéruðin aftur undir Úkraínu og það auðvitað með vopnavaldi.
Rússar líta sennilega svo á að það verði ekki friður í landinu fyrr en þessari NATÓ- og ESB-vinveittu stjórn verði bolað frá völdum - og er það eflaust rétt hjá þeim.

En vestrænu þjóðirnar, með Kanann að venju í fararbroddi, hafa engan áhuga á friði á þessum slóðum. Þær ætla að koma Rússum á kné hvað sem tautar og raular - og er alveg skítsama um afleiðingarnar. Hvað er t.d. eitt kjarnorkustríð á milli vina?: Heimsyfirráð eða dauði!
 


mbl.is Ná fyrstu mikilvægu borginni á sitt vald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 458045

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband