Spurning hverjir séu illmennin

Það hlýtur að hafa vakið athygli fleira fólks en mín þegar formaður Framsóknarflokksins, og ráðherra í ríkisstjórinni, kallaði valdhafana í Kreml illmenni.
Man reyndar ekki til þess að íslenskur ráðamaður hafi leyft sér að nota slíkt orð núna í háa herrans tíð.
Kannski hefur þó fyrrum framsóknarmaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson gert það þegar hann fór til Kiev árið 2014, rétt eftir febrúarbyltinguna, og trúði eins og nýju neti áróðri hægri öfgamannanna sem höfðu þá brotist til valda, um að það höfðu verið sveitir hliðhollar fyrrverandi forseta sem hefðu skotið á mótmælendur.
Nú þykir nær öruggt að það voru ný-nasistar frá Lviv sem skutu á fólkið til að koma sökinni á ríkisstjórnina.
Gamalkunnugt bragð nasista eins og árás þeirra á þinghúsið í Berlín á fjórða áratugnum er gott dæmi um - og kenndu svo kommunum um sem réttlætti auðvitað ofsóknir á hendur þeim sem og fjöldamorð á þeim.

Mér sýnist Rússarnir eiga við sama áróður að stríða þessa dagana. Allir trúa ný-nasistunum, ekki síst í Mariupol, en enginn tekur mark á Rússunum sem halda því m.a. fram að ný-nasíska herfylkið Azov, sem er með höfuðstöðvar sínar í borginni, noti almenning sem skjöld.

Allavega eru ný-nasistarnir ekki tilbúnir til að gefast upp þó baráttan sé vonlaus og setja þannig líf óbreytta borgara í mikla hættu.
Og Vesturlönd spila með, ekki aðeins samgöngumálaráðherrann okkar trúgjarni - og yfirlýsingaglaði - og tala um falsfréttir og lygaáróður Rússa en trúa allri lyginni sem ný-nasistarnir bera á borð.

Svona til að rifja hlutina aðeins upp þá er stór hluti íbúa borgarinnar rússneskur - og langflestir rússneskumælandi - og því harla ótrúlegt að rússneskar hersveitir fremji fjöldamorð á íbúunum. Borgin er í Dunbass héraði og var hertekin af Úkraínuher í byltingunni 2014, sem hafa haldið henni síðan (eflaust í óþökk stórs hluta borgarbúa).

Sjá um AZOV-battalion hér:

https://www.vice.com/en/article/3ab7dw/azov-battalion-ukraine-far-right

og hér: https://en.wikipedia.org/wiki/Azov_Battalion

Og um Mariupol hér: https://en.wikipedia.org/wiki/Mariupol

 

 


mbl.is Önnur árás á skjólstað flóttamanna í Maríupol
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 455565

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband