Guðni forseti og Úkraínukrísan

Það hlýtur að hafa vakið athygli fleiri en mína þegar Guðni Th. Jóhannesson lýsti yfir skilyrðislausum stuðningi við Úkraínu í stríði þeirra við Rússa, með skírskotun til þess að Ísland væri í Nató og bæri því að sýna samstöðu með öðrum NATÓ-þjóðum í fordæmingu þeirra á Rússum. Þessi afstaða núverandi forseta landsins er í hróplegu ósamræmi við orð fyrirrennara hans, Ólafs Ragnars, sem bendir réttilega á að einangrunarstefna Natóríkjanna gagnvart Rússum sé helsta ástæða þessa stríðs.

Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem forsetar Íslands gera sig seka um flokkspólitískar yfirlýsingar sem ganga þvert gegn skoðunum ákveðna pólitískra flokka og brýtur því í bága við eðli forsetaembættisins sem ópólitískt.
Þetta gættu sín fyrirrennarar hans á, þau Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir og jafnvel Ólafur Ragnar að ákveðnu leyti.
En ekki fyrstu forsetarnir, Sveinn Björnsson og Ásgeir Ásgeirsson. Þeir hikuðu ekki við að taka afstöðu með borgaralegu flokkunum gegn vinstri mönnum og stuttu heilshugar Natóstefnuna rétt eins og Guðni Th. gerir sig sekan um hér.

Því er engin furða að Guðni sagði að fyrirmynd sín í embætti væri Framsóknarmaðurinn Ásgeir Ásgeirsson (sem minnir á sérkennileg ummæli núverandi formanns þess flokks um illmennin í Kreml)!
Dómgreinarleysi forseta okkar hefur reyndar komið víðar fram, og það áður en hann varð forseti, eins og þegar hann í bók sinni, Óvinir ríkisins, réttlætti símanjósnir hægri stjórnarinnar á viðreisnarárunum og CIA á íslenskum sósíalistum (samanber titil bókarinnar sem var meintur af fullri alvöru!).
Það er gott að Guðni þegir nú, eftir þessa óbeinu ádrepu frá Ólafi Ragnari.

 


mbl.is Guðni vill ekki tjá sig um orð Ólafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband