Einröddunin

Var fyrir tilviljun að leita að versi eftir Hallgrím Pétursson og fann þá ræðu Sigurbjarnar Einarssonar (biskups) sem var flutt á hernámsárunum (nánar tiltekið árið 1942). Hún er hörð gagnrýni á hernaðarbrölt hverskonar en einnig á flokkadrætti og á það að ráðast á þá sem hafa aðrar skoðanir en fjöldinn:
”Vér megum ekki týna landinu, en vér megum ekki heldur týna Íslendingnum. Það er nú svo komið á voru landi, að allir vantreysta öllum nálega til alls. Það þýðir ekki að tala um þjóðarvakningu meðan mikill hluti prentaðs máls á Íslandi fer í það að gera Íslendinga að varmennum og bófum í augum Íslendinga, - svo að maður nefni nú ekki útlendinga í því sambandi.”
https://timarit.is/page/1000351?iabr=on#page/n2/mode/2up

Árásirnar á Ólaf Ragnar og skrifin um vondu Rússana minna á þetta ástand í stríðinu en þá voru þeir sem lögðust gegn hernaðarhyggjunni úthrópaðir sem landráðamenn.

Nú höfum við flugvélamóðurskip og breskt herskip í Reykjavíkurhöfn og úti á Sundum og mikla herflutninga á Keflavíkurflugvelli. Það er eins og þriðja heimstyrjöldin sé skollin á (sem hún er auðvitað). 
Og gagnrýnisraddirnar? Þær heyrast hvergi enda þorir enginn að segja neitt í ótta við að vera kallaðir Rússadindlar.
Versið eftir Hallgrím er þannig:

Ísland, þér ætlar að hnigna,

eru þar merki til,

manndyggð og dugur vill digna,

dofna því laganna skil;

Guð gæfi, að þú nú þekkir

(það er ósk hjarta míns)

fyrr en hefnd stærri hnekkir,

hvað heyrir til friðar þíns.


mbl.is „Raddir frá hinni hliðinni“ vekja hörð viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 456843

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband