6.4.2022 | 17:15
Einröddunin
Var fyrir tilviljun að leita að versi eftir Hallgrím Pétursson og fann þá ræðu Sigurbjarnar Einarssonar (biskups) sem var flutt á hernámsárunum (nánar tiltekið árið 1942). Hún er hörð gagnrýni á hernaðarbrölt hverskonar en einnig á flokkadrætti og á það að ráðast á þá sem hafa aðrar skoðanir en fjöldinn:
Vér megum ekki týna landinu, en vér megum ekki heldur týna Íslendingnum. Það er nú svo komið á voru landi, að allir vantreysta öllum nálega til alls. Það þýðir ekki að tala um þjóðarvakningu meðan mikill hluti prentaðs máls á Íslandi fer í það að gera Íslendinga að varmennum og bófum í augum Íslendinga, - svo að maður nefni nú ekki útlendinga í því sambandi.
https://timarit.is/page/1000351?iabr=on#page/n2/mode/2up
Árásirnar á Ólaf Ragnar og skrifin um vondu Rússana minna á þetta ástand í stríðinu en þá voru þeir sem lögðust gegn hernaðarhyggjunni úthrópaðir sem landráðamenn.
Nú höfum við flugvélamóðurskip og breskt herskip í Reykjavíkurhöfn og úti á Sundum og mikla herflutninga á Keflavíkurflugvelli. Það er eins og þriðja heimstyrjöldin sé skollin á (sem hún er auðvitað).
Og gagnrýnisraddirnar? Þær heyrast hvergi enda þorir enginn að segja neitt í ótta við að vera kallaðir Rússadindlar.
Versið eftir Hallgrím er þannig:
Ísland, þér ætlar að hnigna,
eru þar merki til,
manndyggð og dugur vill digna,
dofna því laganna skil;
Guð gæfi, að þú nú þekkir
(það er ósk hjarta míns)
fyrr en hefnd stærri hnekkir,
hvað heyrir til friðar þíns.
Raddir frá hinni hliðinni vekja hörð viðbrögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.