7.4.2022 | 15:57
Hverjir eru glæpamenn og illmenni?
Mjög alvarlegar ásakanir hafa birst í fjölmiðlum um stríðsglæpi Rússa í Úkraínustríðinu með myndbirtingum af almennum borgurum sem liggja á götum úti skotnir til bana.
Rússar neita þessu reyndar og segja Úkraínuher hafa sviðsett þessi morð og framið þau sjálfir.
Vitað er að ný-nasistarnir í her Úkraínu er trúandi til þess enda drápu þeir á sínum tíma (2014) sína eigin landsmenn, sem þó voru að mótmæla þá ríkjandi stjórnvöldum, aðeins til að geta klínt morðunum á herinn sem þá var hliðhollur þáverandi forseta sem vildi halla sér í austur en ekki í vestur.
Fyrir nokkru birtist myndband í sumum vestrænum fjölmiðlum þar sem úkraínskir hermenn sjást skjóta rússneska stríðfanga í hnéð - sem er auðvitað stríðsglæpur og fordæmanleg meðferð á stríðsföngum.
Nú er annað myndband í dreifingu í netheimum sem sýnir enn verri stríðsglæpi Úkraínuhers, þar sem þeir hreinlega drepa rússneska stríðsfanga.
https://www.dr.dk/nyheder/udland/voldsom-video-viser-mulige-ukrainske-krigsforbrydelser
Allt bendir til þess að hér séu hægri-öfgamennirnir enn á ferð sem svífast einskis í morðæði sínu.
Enn eitt dæmi þessa viðbjóðs er Azov-nasistarnir í Mariupol sem halda rússneskum meirihluta borgarinnar í gíslingu og kenna svo Rússum um gífurleg dráp á eigin landsmönnum!
En Vesturlönd trúa þessu eins og nýju neti og loka enn augunum fyrir hröðum uppgangi nýnasista og annarra hægriöfgahópa í Austur-Evrópu - og eru meira að segja fúsir til að styðja við bakið á þeim með gífurlegum vopnasendingum til að klekkja á Rússum.
Og svo eru Rússarnir einfaldlega sagðir ljúga þegar þeir segjast vera að reyna uppræta þennan nýnasisma, sem bitnar mest á rússneska minnihlutanum í landinu.
Já Rússahatrið er orðið sjúklegt enda kannski ekkert skrýtið af gegnheilum kapitalistum, sem endur fyrir löngu var lýst á þennan hátt af íslenskum sósíalista:
"Það verkaði ofboð notalega á hugann, þetta heilbrigða miskunnarleysi í lýsingum á hornsteinum og helgidómum stéttaþjóðfélagsins, fangelsunum, ofan á allt vælið í íslenskum bókmenntum um það til dæmis, að allir menn væru í rauninni góðir og að guð væri í syndinni o.s.frv. Auðvitað var um þá bók, sem allt annað gott, að lesa þurfti með skyni stéttvíss manns á ofboðslegum viðbjóðleik þess þjóðskipulags og þeirrar menningar, sem þar birtist ... eina rétta svarið var vitanlega að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði, og hugsa réttlæti stéttaþjóðfélagsins þegjandi þörfina."
Lognið á undan storminum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 61
- Sl. sólarhring: 61
- Sl. viku: 140
- Frá upphafi: 458279
Annað
- Innlit í dag: 55
- Innlit sl. viku: 131
- Gestir í dag: 52
- IP-tölur í dag: 51
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.