Það eru nú fleiri úti í kuldanum en þessir!

Það er óþarfi að nefna Albert Guðmundsson í þessu sambandi en landsliðsþjálfarinn virðist hefna sín á þeim leikmönnum sem ekki eru alveg sáttir við hann og val hans á liðinu.

Þarna eru fleiri menn ekki valdir sem maður hefði haldið að ættu full erindi í landsliðið, allavega miðað við suma sem eru þó valdir.
Má þar nefna mann eins og Viðar Örn Kjartansson sem fer vel af stað með liði sínu Atromitos í Grikklandi. Einnig Samúel Kára sem hefur spilað vel með sínu liði í Noregi í allt sumar og byrjar einnig vel með nýja liðinu, sama liði og Viðar.
Þá er Hólmbert Friðjónsson ekki í liðinu en hann spilar (og skorar) reglulega með toppliði í Noregi og miklu meira en Andri Lucas Guðjohnsen sem spilar ekkert með frekar slöku liði sínu í Svíðþjóð (og svo auðvitað þessi Mikael Ellerts en þeir báðir eru gjaldgengir í 21 árs liðið og ættu betur að vera þar).

Svo er auðvitað spurning hvort að afsakarnir manna eins og Sverris Inga og Arnórs Trausta eigi ekki rætur í öðru en gefið er upp. Hvað Sverri varðar og vörn íslenska liðsins þá eru fáir varnarmennirnir, sem valdir voru, að spila með félagsliðum sínum, svo það má vera ljós að vörnin er og verður mikill höfuðverkur. Það hlýtur því að vekja furðu að Guðmundur Þórarinsson sé ekki valinn en hann er að spila með sínu félagsliði í grísku úrvalsdeildinni, liði sem gengur vel þar. 

Þjálfarinn fær þannig enn einu sinni falleinkunn með liðsvali sínu - og undarlegt að KSÍ-forystan skuli sætta sig við slík vinnubrögð.


mbl.is Arnar ætlaði að velja Jóhann og Sverri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 211
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 187
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband