Stormur í vatnsglasi?

Það er margt sem bendir til þess að lögreglan hafi farið offari í þessu máli. Hún hefur allavega dregið mjög í land varðandi hættu á hryðjuverkum og að árásir hefði átt að gera á sjálfa lögregluna (á árshátíð þeirra!).
Ljóst er að hún hefur hlerað síma þeirra sem hún handtók fyrir um viku síðan en sleppti strax aftur - og heyrt svo einhver reiðiorð þeirra í garð lögreglunnar vegna handtökunnar (og túlkað þau sem hryðjuverk!).

Svo er auðvitað tímasetning þessara aðgerða grunsamleg eða um sömu mund og dómsmálaráðherrann harðsvíraði boðar frumvarp sem heimilar lögreglu stóraukið eftirlit með borgurunum í "fyrirbyggjandi" aðgerðum. Með þessu frumvarpi getur almenningur, sem á engan hátt hefur verið bendlaður við nokkuð misjafnt, átt á hættu að vera hleraður, fylgst með honum hvert sem hann fer osfrv.
Lögregluríki sem sé (Big brother is watching you!).

Þá er hlutur ríkislögreglustjóra athyglisverður í þessu máli, vanhæf(ur), en einnig eins og komið hefur fram, að hún svari ekki eftirlitsaðila stofnunar hennar, sjálfum ríkissaksóknara, og hefur ekki gert það í sex ár!
Eftirlit með lögreglunni er sem sé ekkert og hefur reyndar aldrei verið! Hún getur því hagað sér eins og henni sjálfri sýnist og starfað þannig sem ríki í ríkinu.

Svo var þessi fjölmiðlafundur algjör farsi. Ekkert nýtt kom fram og nær allt dregið til baka (nema vopnafundurinn).


mbl.is Ríkislögreglustjóri sagði sig frá rannsókninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 58
  • Sl. sólarhring: 70
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 455497

Annað

  • Innlit í dag: 57
  • Innlit sl. viku: 116
  • Gestir í dag: 56
  • IP-tölur í dag: 56

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband