Blessuð borgin

Mér skilst að þetta vandamál við þennan leikskólann hafi lengi staðið yfir. Deildum skólans hafi verið lokað einn dag í viku undanfarnar vikur, m.a. vegna "manneklu"! Í lok síðustu viku var svo leikskólanum lokað og hefur hann verið lokaður síðan. Borgin lofaði, dag eftir dag, að börnunum yrði komið fyrir í öðrum leikskólum í nágrenninu en það hefur ekki staðist þegar þetta er skrifað (á miðvikudegi), foreldrunum til mikilla óþæginda. 

Einkennilegt er hversu lítið hefur verið fjallað um þetta mál í fjölmiðlum, í ljósi þess hve mikil áhrif það hefur á vinnu foreldranna og/eða annarra aðstandenda barnanna. 
Og þetta er auðvitað ekki eina dæmið um klúður í rekstri leikskólanna, né það fyrsta, heldur eru þau fjölmörg.
Miðað við batteríið, sem þetta borgarapparat er orðið, mætti vel spyrja sig hvort starfsmenn borgarinnar séu ekki meira og minna vanhæfir og kominn tími til að hreinsa þar almennilega út?

Líklega er nú kominn tími til að fylkjast út á göturnar, eins og gert var í búsáhaldabyltingunni, og hrópa: Vanhæf borgarstjórn (því það er hún svo sannarlega)!


mbl.is Engan óraði fyrir skólpmenguninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Feb. 2023
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 5
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 216
  • Frá upphafi: 442141

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 189
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband