Portúgal miklu betra

Ekki er hann burðugur fyrri hálfleikurinn hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Miðjan hræðileg og sóknin sömuleiðis, sérstaklega Berglind sem er arfaslök í fótbolta. Vörnin skást, einkum Glódís og Ingibjörg, og svo Sandra í markinu.
Miðjan hlýtur að vera mesta spurningarmerkið. Portúgalir ráða henni alfarið og varla sést til gamlingjanna í íslenska liðinu, Söru, Gunnhildi og Dagnýju. Það er greinilega kominn tími á endurnýjun liðsins og skipta þessum út fyrir yngri leikmenn.

Auk þess er furðulegt að spila með Berglindi leik eftir leik. Hún er einfaldlega léleg og í engri leikæfingu, enda hefur hún lítið sem ekkert fengið að spila, hvorki í Noregi eða nú í Frakklandi. Getur ekki einu sinni tekið á móti bolta!
Val hennar í byrjunarliðið hlýtur að draga athyglina að landsliðsþjálfaranum og hæfni hans til að stjórna liðinu og velja það. Hann spilar alltaf sama mannskapnum óháð því hvernig leikmenn standa sig. Það hljóta að vera til betri þjálfarar en þessi til að stjórna kvennalandsliðinu.

Seinni hálfleikurinn var aðeins betri enda komu leikmenn eins og Svava Rós inná, en samt var portúgalska liðið betra áfram. Eftir rauða spjaldið, sem var auðvitað mjög hæpið, kom í ljós styrkleikamunur liðanna. 
Flottur leikur hjá Portúgal og þeir eiga augljóslega miklu meira erindi á HM en hið leiðinlega Ísland.
Enn hlýtur landsliðsþjálfarinn að vera spurningarmerki og innskiptingar hans.
Þær kórónuðust með því að senda varamann Kristianstad inná undir lokin en láta Hlín Eiríksdóttur, sem er einn besti leikmaður í sænsku deildinni, sitja á bekknum allan leikinn.

Þetta með þjálfarana hlýtur jafnframt að vekja spurningar um hæfni KSÍ-forystunnar til að velja þjálfara. Augljóst er að þjálfari karlalandsliðisins veldur ekki starfi sínu og nú er komið í ljós að þjálfari kvennanna gerir það ekki heldur. Þessir þjálfarar spila yfirleitt alltaf sama liðinu, sama hvað það getur.
Úrslitin núna og undanfarið hlýtur að kalla á breytingu á forystu knattspyrnumála á landinu.


mbl.is HM-draumurinn úti eftir framlengingu í Portúgal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband