Sérkennilegt útspil Katrínar

Það að vilja að Norðurlönd beiti sér fyrir kjarnorkuafvopnum skýtur mjög skökku við umræðuna í Svíþjóð og Finnlandi um þessar mundir vegna aðildarumsóknar þeirra í NATO.
Stjórnvöld í báðum þessum löndum hafa nefnilega gefið í skyn að þau gætu vel hugsað sér að leyfa kjarnorkuvopn í sínum löndum eftir að hafa gengið í Atlandshafsbandalagið, halda því allavega opnu.
Danir og Norðmenn hafa þegar leyft kjarnorkuvopnuð skip frá Bandaríkjunum að koma í sína lögsögu - og sterkur grunur leikur á að þau séu þegar í bækistöðum NATO í Noregi (og jafnvel við Bornholm), enda er fyrirsláttur þessara landa um að leyfa ekki kjarnorkuvopn á friðartímum mjög loðinn og teygjanlegur (hvað eru t.d. "friðartímar"?).

https://www.svt.se/nyheter/inrikes/foi-expert-att-inte-tillata-karnvapen-i-fredstid-skulle-kunna-uppfattas-som-undfallenhet-mot-ryssland

Þetta útspil Katrínar er þannig mjög á skjön við umræðuna á Norðurlöndunum og eindregna afstöðu þeirra gegn Rússum í stríðinu í Úkraínu.
Spurning hvort að forsætisráðherrann okkar, og hennar starfslið, sé svona illa að sér um umræðuna ytra eða að hún sé með einhvern yfirdrepsskap, eitthvað leikrit fyrir sitt fólk hér heima sem enn er í andstöðu við NATO-aðildina?
Hvort sem er raunin þá er hætt við að aðrir leiðtogar Norðurlandanna þyki þetta sérkennilegt yfirlýsing, ef ekki beinlínis hlægileg. Hún sé að gera sig að fífli með þessu.

Er hennar tími kannski einfaldlega liðinn - og stjórn hennar að springa?

 


mbl.is Norðurlöndin beiti sér fyrir kjarnorkuafvopnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 455582

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband