5.11.2022 | 19:09
Skot á Kristrúnu, formann Samfylkingarinnar, eða bónorð?
Það var mikið hlegið á Landsfundinum þegar Bjarni Ben flutti stefnuræðu flokksins og nefndi það að Kristrún Frostadóttir hafi verið varamaður í skólanefnd Garðabæjar fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. En kannski voru þetta ákveðin skilaboð til flokksmanna um að Kristrún væri nú ekki svo langt frá Sjöllunum - og væri alveg til í samstarf með þeim, þvert á stefnu Samfylkingunnar undir stjórn Loga Einarssonar.
Kristrún hefur jú lagt til hliðar tvö af helstu stefnumálum flokks síns, aðildina að Evrópusambandinu og nýja stjórnarskrá, og þannig nálgast Sjálfstæðisflokkinn mjög.
Einnig má geta þess að Kristrún hefur starfað hjá Viðskiptaráði, sem var helsti áróðursaðilinn fyrir útrásina og nýfrjálshyggjuna fyrir Hrun - og pantaði hina frægu skýrslu árið 2006 um að allt væri í þessu fína í íslensku fjármálakerfi og íslensku bankarnir stæðu mjög vel - þetta aðeins tveimur árum fyrir Hrunið.
Síðan starfaði hún hjá Kvikubanka sem er afsprengi MP-banka og eini starfandi banki landsins sem hafði bein tengsl við Hrunútrásina.
Nú er þessi nýfrjálshyggjukona orðinn formaður Samfylkingarinnar, sem sýnir augljósa hægrisveiflu flokksins, og er strax farin að daðra við íhaldið.
Spurning hvort við eigum von á nýrri Hrunstjórn og það fyrr en varir?
Alla vega er Sjálfstæðisflokkurinn til í nýtt frjálshyggjuævintýri ef marka má drög að stefnuskrá flokksins, sem hefur farið undarlega hljótt í fréttaflutningi fjölmiðla af landsfundinum. Einungis Kjarninn hefur bent á þetta í aðdraganda fundarins. Spurning hvort að formannskjörið sé ekki einfaldlega leikrit til að fela stefnuskrána, enda enginn málefnalegur munur á frambjóðendunum tveimur?
Hér má sjá hluta af drögum stefnuskárinnar, sem alveg örugglega verða samþykkt óbreytt:
Vorkennir flokksmönnum Samfylkingarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.