Danir úr leik!!!

Þetta HM í Katar hefur boðið uppá athyglisverð úrslit sem sýna að Evrópuþjóðirnar eru að gefa eftir - ekki síst leikirnir í dag. Danir tapa fyrir Áströlum (og eru úr leik) og Frakkar fyrir Túnis!! Þá hefur Marokkó komið mjög á óvart með því að vinna Belga.
Mótið hefur verið mjög vel heppnað til þessa, leikirnir flestir spennandi og umgjörðin eflaust sú besta sem hefur sést hefur á HM nokkru sinni.

Samt er enn verið að fetta fingur út í að leikarnar séu haldnir í Katar og allt hið neikvæða tínt til en hinu jákvæða sleppt alfarið. Evrópuþjóðirnar (og Kaninn með helstu vinaþjóðum þeirra) hafa verið einkar duglegar við þetta enda er Katar ein af óþekku þjóðunum sem ekki fara alveg eftir línunni frá Pentagon.

Danir hafa ekki látið sitt eftir liggja og ætluðu í lengstu lög að spila með "one love" borða þó svo að áróður sé bannaður samkvæmt reglum Fifa (alþjóða knattspyrnusambandsins).
Engin virðing er borin fyrir menningu heimaþjóðarinnar enda eru hinir rétttrúuðu sannfærðir um yfirburði vestrænna "gilda" og leitast við að útbreiða þau með öllum tiltækum ráðum (helst með ofbeldi). Þetta minnir mikið á nýlendustefnu fyrri tíma þar sem kúgun á ríkjum í þriðja heiminum var réttlætt með útbreiðslu "kristinna" gilda (þ.e. trúboði). Það var auðvitað yfirskin til að blóðmjólka þessar þjóðir.

Og enn eru Vesturlönd við sama heygarðshornið. Danir til dæmis hafa tekið mikinn þátt í uppbyggingunni í Katar fyrir leikanna og grætt drjúgum á því - um leið og þeir tala um samfélagslega ábyrgð og stuðning við mannréttindi, ásamt fleiru.
Meira að segja danska utanríkisráðuneytið hefur tekið fullan þátt í að útvega dönskum fyrirtækjum verkefni í landinu.
Já, Danir, sem og önnur Vesturlönd, þykjast vísa veginn en fara hann svo auðvitað ekki sjálfir.
Hræsnin er alltaf söm við sig:

https://www.dr.dk/sporten/fodbold/vm/mens-dbu-fik-kritik-handler-danske-virksomheder-paa-livet-loes-i-qatar

 


mbl.is Ástralir komnir í sextán liða úrslitin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 455374

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband