Enn drottningarviðtöl við borgarstarfsmenn

Fjölmiðlar fara vissulega silkihönskum um starfsmenn og pólitíska fulltrúa höfuðborgarinnar þegar þeir fjalla um það ófremdarástand sem ríkir í snjómokstursmálum um alla borg. Í miðbænum eru nær engar gangstéttar mokaðar sem og engin bílastæði þó þau séu auð og hægðarleikur að moka þau síðarnefndu. Þá eru engar kröfur gerðar til eigenda rafhjóla (hoppfyrirtækjanna) um að fjarlægja hjólin sem liggja eins og hráviður á öllum stígum svo engin leið er til að ryðja þá.

Þá er engum snjó ekið í burtu heldur einfaldlega rutt af götunum upp að gangstéttunum eða bílastæðunum. Ef það gerir blota, sem er verið að spá um helgina, þá er viðbúið að það verði flóð og skemmdir af þeim völdum, sem borgin mun að sjálfsögðu ekki bera kostnað af, heldur almenningur. Samt eru íbúarnir að borga himinhá gatnagerðargjöld og í miðbænum stórfé í bílastæðagjöld en fá sáralitla þjónustu í staðinn.

Málið er auðvitað það að hér er verið að spara og það ekkert smávegis (og þar með að spara aurinn meðan milljörðum er fleygt í einhver gæluverkefni). Fréttir um að borgin hafi samið við verktaka uppá 20 snjómoksturstæki eða svipaðan fjölda og nágrannabæjarfélögin hvert um sig, hefur vakið verðskuldaða athygli og er auðvitað ekkert annað en stórhneyksli.
Ætlar hinn almenni borgari virkilega að láta bjóða sér þetta án þess að gera neitt í málunum? Fólk hefur safnast saman til mótmæla af minna tilefni en þessu: Vanhæf borgarstjórn!

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/12/19/hlutfallslega_faest_moksturstaeki_i_reykjavik/


mbl.is Litlu tækin of lítil og stóru of stór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 455386

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband