18.1.2023 | 09:48
Reglugerð?
Ótrúlegt að ráðherra geti uppá sitt einsdæmi gefið út reglugerð um svona umdeild og í raun stórhættuleg vopn, án þess að það komi til umræðu og samþykktar á Alþingi og í ríkisstjórn.
Nú fyrir nokkrum dögum var sagt frá því í fréttum að ungur maður í Bandaríkjunum (svartur auðvitað) hafi verið drepinn með rafbyssu af lögreglunni þar í landi og það fyrir litlar sakir. Hann hafi í raun verið alveg hættulaus umhverfi sínu, aðeins dauðhræddur við lögguna og því hafi þurft að "róa" hann niður með þessum afleiðingum:
Meira að segja forsætisráðherra okkar hefur varað við þessari reglugerð og talið eðlilegt að bíða með slíkt þar til frumvarp um ákveðnara eftirlit með störfum lögreglunnar verði samið - og samþykkt af þinginu.
En dómsmálaráðherrann lætur sko ekki segja sér fyrir verkum heldur tekur af skarið enda mikil hetja og strangur embættismaður.
Það er auðvitað stór spurning af hverju Bjarni Ben, fyrir hönd flokksins, gerði þennan harðlínumann að dómsmálaráðherra og af hverju forsætisráðherrann samþykkti skipan hans, vitandi vel að hann myndi aðeins vera til vandræða í stjórnarsamstarfinu.
En kannski var það einmitt tilgangur Sjálfstæðisflokksins með þessari ráðningu.
![]() |
Reglugerð um rafbyssur tilbúin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 187
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 156
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.