Hættulaus vopn?

Rafbyssur þær sem lögreglan hefur kallað eftir, og sem dómsmálaráðherrann úrræðagóði hefur samþykkt og gefið út reglugerð sem leyfir byssurnar, eru m.a. sagðar til þess ætlaðar að auka "öryggi hins almenna borgara" eins og segir í þessari yfirlýsingu sambands lögreglumanna.

Það er hins vegar nokkuð stór spurning hvort þær leiði virkilega til aukins öryggis borgaranna. Í Bandaríkjunum hefur rannsókn leitt í ljós að á 15 ára tímabili hafi yfir þúsund manns látist eftir að rafbyssa var notuð á þá. Í 90% tilvika var viðkomandi óvopnaður (og þar með hættulaus). Vel yfir 400 dómsmál hafa verið rekin vegna þessa þar vestra. Það sýnir að lögreglunni er ekki treystandi fyrir vopni sem þessu og ætti því að halda sig við kylfurnar.

Sérkennilegt vægast sagt að hérlendir lögreglumenn skuli halda öðru fram:

https://www.visir.is/g/20232369955d/log-reglu-menn-o-oruggir-og-fram-leidandinn-firrar-sig-a-byrgd


mbl.is Fagna ákvörðun dómsmálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband