Klikkaðir Norðmenn!

Norðmenn gera það ekki endasleppt í stuðningi sínum við harðlínumennina í Úkraínu. Ástæðan er eflaust landlægt hatur Norðmanna á Rússum og dýrkun Norsara á hernaðarbröltinu. Þetta er auðvitað gott dæmi um þakkir Norðmanna til Rússa fyrir að hafa hrakið Þjóðverja frá Noregi í lok seinni heimsstyrjaldarinnar og komið nasistastjórn Quistlings frá völdum í landinu. 
Merkilegt þetta með hernaðarhyggju- og rússahatur Norðmanna. Í seinni heimsstyrjöldinni börðust um 60.000 Norðmenn með nasistum á austurvígstöðvunum. Þá hét það stríð gegn kommúnistunum en nú er það persónugert gegn einum manni, Pútín. Já yfirskinið er ólíkt en niðurstaðan sú hin sama.

Sama má segja um Dani. Þeir gefa Úkraínumönnum þjóða mest til að berja á Rússum enda sendu þeir svipaðan fjölda "sjálfboðaliða" til að berjast gegn Sovétmönnum í heimsstyrjöldinni síðari.

Og báðir bera við brot á alþjóðalögum en nefna ekki einu orði þátttöku þeirra sjálfra í stríði Nató og USA í Austurlöndum nær, sem einmitt var brot á alþjóðalögum. Loftárásir danska og norska flughersins á skotmörk í Lýbíu eru besta dæmi þess en Nató hafði aðeins fengið leyfi alþjóðasamfélagsins til að "friða" lofthelgi Lýbíu. Það var auðvitað þverbrotið með engum afleiðingum fyrir þá eða NATÓ.

Svo er það spurning um álit almennings í Noregi (og annars staðar á Vesturlöndum) á þessum gjöfum til Úkraínu. Það er greinilega til nóg fjármagn til að halda stríðinu í gangi sem allra lengst en ekkert til að aðstoða almenning við að kljúfa hið himinháa orkuverð í Evrópu, orkuverð sem er fyrst og fremst ESB að kenna því ekki má "niðurgreiða" orku til almennings (og allra síst í þeim löndum sem framleiða orkuna)!


mbl.is Þúsund milljarðar til Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 455394

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband