14.3.2023 | 20:13
"við venjubundna aðgerð í alþjóðlegu loftrými"!
Kaninn er alltaf samur við sig! Alsaklaus eins og venjulega. Hvað er annars bandarískur dróni að flækjast á Svartahafi langt frá heimalandi sínu en mjög nálægt Rússlandi - að njósna? Auðvitað var þetta njósnadrjóni og sýnir að Kaninn er sífellt að færa sig uppá skaftið í stríði Úkraínumanna og Rússa.
Já, rétt eins og íslenska ríkisstjórnin sem tekur á fullu þátt í áróðursstríðinu gegn Rússum. Og brátt á að fara að stofna íslenskan her - ef helstu draumar íhaldsmanna eins og Björns Bjarnasonar rætast.
Ljóð Ara Jósepssonar frá árinu 1960, í miðju kaldastríðinu, á vel við enn í dag (og það merkilega er að formaður flokksins sem Ari tilheyrði forðum er einn þeirra ráðamanna "sem fara fyrir þjóðum" og taka undir stríðsáróðurinn):
Undarlegir eru menn
sem fara fyrir þjóðum.
Þeir berjast fyrir "föðurland"
eða fyrir "hugsjón"
og drepa okkur sem eigum
ekkert föðurland nema jörðina
enga hugsjón nema lífið.
Rússnesk þota í árekstri við bandarískan dróna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 46
- Sl. sólarhring: 131
- Sl. viku: 295
- Frá upphafi: 459216
Annað
- Innlit í dag: 44
- Innlit sl. viku: 271
- Gestir í dag: 44
- IP-tölur í dag: 44
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.