Njósnir Kanans á banamönnum þeirra

Það síast hægt og hægt út í vestrænu pressunni hvað leku skjölin úr Pentagon hafa að geyma - og svo auðvitað hvernig ráðamenn vestra neita því staðfastlega að hafa njósnað um vinveittar þjóðir.
Ein þessara njósna varðar Egyptaland og eldflaugarnar 40.000 sem Kaninn gat ekki vitað um nema með njósnum. Einnig um Suður-Kóreu og vangaveltur þar í landi um að senda vopn til Úkraínu, og þá hvernig megi komast framhjá lögum landsins sem banna að senda vopn til landa sem eiga í stríði.
Fleiri dæmi má nefna svo sem að ísraelska leyniþjónustan styðji andófið gegn forsætisráðherra landsins, Netanyahu.

Þá koma í skjölunum fram óþægilegar upplýsingar, svo sem að Bandaríkin, Frakkland, Bretland og Lettland séu með hermenn í Úkraínu, nokkuð sem þeir neita að sjálfsögðu, ekki síst Frakkar sem þykjast vilja leita friðsamlegra lausna á stríðsátökunum.

Aðaltíðindin eru þó þau að í skjölunum er að finna mjög nákvæmar upplýsingar um fyrirhugaða mótaðgerðir Úkraníumanna nú í vor gegn Rússum, þ.e. um gagnsókn sem kemur þeim síðarnefndu mjög vel að fá innsýn í.


mbl.is Hafnar vitneskju um eldflaugarnar fjörutíu þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband