Úrkomusumar á suðvesturhorninu!

Það er engu logið upp á veðurspámennina okkar, sérstaklega ekki ef þeir eru framsóknarmenn! Þar er ávallt verið að þóknast fólki, já, já og nei nei stefnan. 

Einar Sveinbjörnsson spáði því nefnilega ekki alls fyrir löngu að ríkjandi hæðarsvæði verði við landið í sumar. Það taki að hlýna í veðri um mánaðamótin og fátt bendir "til annars en að sumarið hér á landi verði nokkuð gott - jafnvel með hita yfir meðallagi.” Hann bætir svo við: „allavega fyrri hluti sumarsins gæti orðið hagfelldur með þessum háa þrýstingi og almennt hita yfir meðallagi, svona heilt yfir.“
Íbúar á suðvesturhorninu hafa nú ekki tekið eftir þessum háþrýstingi enda sífelldur lægðagangur yfir landið með tilheyrandi úrkomu á Suður- og Vesturlandi.

Í þessari frétt er talað um að það stefni í úrkomumet en fyrra metið var í maí 2018.
Það sumar gerði það ekki endasleppt. Ekki nóg með úrkomumetið í maí heldur var júní ekkert skárri. Þá rigndi í 25 daga. Úrkomudagafjöldi í mánuðunum tveimur var mun fleiri heldur en áður er vitað um. Enn rigndi talsvert í júlí 2018 en ágúst var þokkalegur.

Ef eitthvað er að marka þessi líkindi milli maí 2018 og maí 2023 má búast við öðru eins rigningarsumri í ár og var 2018. Eitthvað annað en spá Einars sem reyndar byggir á alþjóðlegum spám. 


mbl.is Sólarleysismetið gæti fallið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 455551

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband