"hryðjuverkasamtök"?

Mogginn gerir það ekki endasleppt í þjónkun sinni við Kanann og við Ísrael. Kallar Hamas ítrekað hryðjuverkasamtök þó svo að pólitískur armur samtakanna séu hin löglega stjórn Gaza, kosin í lýðræðislegum kosningunm. Svo er jú Gaza hluti af Palestínu sem Ísland hefur viðurkennt sem sjálfstætt ríki. 
Þessi maður, sem morðóðir Ísraelsmenn drápu, hefur þannig sömu stöðu í stjórn Gaza eins og Bjarni Ben hefur á Íslandi, pólitískur næstráðandi síns eigin lands. 

Þessi árás er auðvitað ekkert annað en svívirðilegt brot á alþjóðasáttmálum, hreinn og beinn stríðsglæpur, svona svipað ef Rússar dræpu næstráðandi mann í Úkraínu - af yfirlögðu ráði.
Hætt er þá við að eitthvað heyrðist í leppfjölmiðlum NATÓ, ESB og Kanans, miðli eins og Mogganum og reyndar flestum öðrum hérlendum miðlum.
Hér, sem reyndar annars staðar á Vesturlöndum, er sífellt tönglast á orðinu "stríð" milli Hamas og Ísrael, en aldrei um innrás Ísraelsher í Gaza og stórfelldar loftárásir þeirra á Vesturbakkann, Líbanon og Sýrland.
Hins vegar er aldrei talað um stríð milli Rússa og Úkraínumanna heldur alltaf um hina "stórfelldu" innrás Rússa í Úkraínu. Já, tvískinningurinn er mikill í vestrænum fjölmiðlum og ekki síst hér á landi.

Kannski kominn tími til að Mogginn fari að sýna sitt rétta andlit, rétt eins og hann gerði á tímum kalda stríðsins og stuðningi blaðsins við stríðsglæpi Bandaríkjamanna í Víetnam, Írak og Lýbíu sem og annars staðar? En ekki er það þeim til hróss - hvorki þá né nú. 

 


mbl.is Næstráðandi Hamas felldur í drónaárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 455531

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband