Sigríður Dögg og trúnaðurinn

Sigríður Dögg Auðunsdóttir gerir það ekki endasleppt sem formaður Blaðamannafélags Íslands. Fyrsta frægðarverk hennar í stöðunni var að segja félagið úr Blaðamannasamtökum Evrópu fyrir þá sök eina að reka ekki blaðamannasamtök í austur-Úkraínu úr Evrópusamtökunum (talandi um hlutleysisstefnu fjölmiðla í fréttamiðlun!). Þetta þó að í lögum félagsins sé sérstaklega tekið fram að það skuli "standa vörð um prent- og tjáningarfrelsi" og "um ritstjórnarlegt frelsi og sjálfstæði fjölmiðla."

Þá hefur ítrekað verið bent á skattaundanskot hennar og eiginmanns hennar vegna útleigu íbúða sem þau eiga - og hún hefur í engu svarað. Hún flýtti sér hins vegar að skrá sig frá félaginu sem hluthafa þegar uppvíst var um að "gleymst" hafði að telja fram tekjur félagsins í þrjú heil ár!:
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2023/09/11/midlar_ehf_jok_tekjur_sinar_i_fyrra/

Engin viðbrögð heyrðust heldur frá stjórn Blaðamannafélagsins vegna þessa en hefði auðvitað átt að vera næg ástæða til að losa sig við hana.

Svona til samanburðar má benda á ekki svo ólík mál í Noregi þar sem einn ráðherranna þar þurfti að segja af sér vegna vafasamra "viðskipta" eiginmannsins - og formaður Hægri fólksins hefur fengið á sig harða gagnrýni vegna þess að hún hefur neitað að segja af sér vegna hlutabréfabrasks síns eiginmanns og það á meðan hún var forsætisráðherra (og hafði þannig "inside information" um slík mál).

En kannski er það einmitt helsta markmið Blaðamannafélags Íslands að "standa vörð um hagsmuni stéttarinnar gagnvart [..] löggjafarvaldi og stjórnvöldum" eins og segir í lögum þess. Segja má að þeim hafi tekist það ágætlega hingað til undir dyggri forystu Sigríðar Daggar.
https://www.press.is/is/um-felagid/felagid/log-bladamannafelagsins

 


mbl.is Stjórnin ber fyrir sig trúnaðarbrest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 458377

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband