Djöfuls fasismi!

Almannavarnir, með Víði Reynisson og yfirmenn almanna- og lögreglumála, gera það ekki endasleppt. Banna íbúum að búa á eigin heimilum! Og ástæðan? Mjög sorglegt vinnuslys í bænum, sem kemur í raun á engan hátt íbúðarmálum í Grindavík við.

Vald almannavarna og lögregluyfirvalda er orðið þannig að bera má það saman við verstu lögregluríki. Geðþóttaákvarðanir teknar án tillits til almennings, í þessu tilviku íbúa Grindavíkur. Af hverju er íbúunum ekki treyst til að meta sjálft hættuna og taka ákvörðun út frá því hvort það búi í bænum eða ekki? Er virkilega litið á fólk sem fífl af þessu liði?

Og hvað kostar þetta samfélagið? Með þessu er verið að gera Grindavík óbúanlega og íbúðarhús - og öll önnur mannvirki - verðlaus, sem mun kalla á gríðarlega skaðabætur úr ríkissjóði til íbúanna. Enda hætti stofnunin með langa nafnið, Nátturuhamfaratrygging Íslands, skyndilega við að meta tjón á þeim mannvirkjum sem höfðu orðið fyrir tjóni, líklega vegna skipunar frá háyfirvaldinu: Öll hús í Grindavík eru undir í sjóðnum, skemmd sem óskemmd!

Er ekki kominn tími til að ríkisstjórnin taki í taumana og fjarlægi þetta lið sem stjórnar þessu öfgum, Víði og almannavvarnarliðinu eins og það leggur sig?


mbl.is Fyrirskipa brottflutning úr Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 455515

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 118
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband