Sagan af miskunnsama Ísraelanum

Það er óhætt að segja að hægriöfgastjórnin sem nú ræður ríkjum í Ísrael sé trú sínum þjóðar- og trúararfi. Litið er á alla Gazabúa sem Hamasliða og því réttdræpa, einnig konur, börn og gamalmenni. Netanyahu ætlar greinilega ekki að hljóta sömu örlög og Sál konungur sem sagt er frá í Gamla testamentinu (1. Samúelsbók).

Sál var hafnað sem konungi vegna þess að hann óhlýðnaðist boði æðsta prestsins um að drepa alla þjóðina sem herinn hafði unnið sigur á "bæði karla og konur, börn og brjóstmylkinga, naut og sauðfé, úlfalda og asna."
Reyndar fór Sál að mestu eftir þessari skipun frá Guði í gegnum prestinn sinn, framdi fjöldamorð á fólkinu en þyrmdi þó besta búfénaðinum. Þannig kom það til að Davíð varð konungur í Ísrael og ríkið mikla, Zíon, varð til. 
Þetta vilja auðvitað heittrúaðir gyðingar að komi aftur, hið mikla ríki Zíons, hvað sem það kostar - og Netanyahu þorir ekki öðru en að láta að vilja þeirra. Annars gæti það kostað hann lífið rétt eins og gamla Sál.

Um fjöldamorð þessi kvað Hallgrímur Pétursson á sinni tíð í Samúelssálmum sínum:
"far þú nú hratt og hefndir vek,
í hel slá þennan lýð,
menn, kvinnur, fénað til ég tek,
traust fólk sem börnin fríð."

Svo er auðvitað ekki dónalegt að feta í fótspor Davíðs hin mikla Ísraelskonungs:

Davíð herjaði á þjóðir þær,

sem þar í kringum bjuggu nær,

Gesúr og einnig Amalek,

undra mikið því herfang fékk.

 

Kvikfé rænti og klæðum þó,

kvinnur og menn til heljar sló,

lifandi engan lét þar mann

leyna vildi um hernað þann.

...

 

Allt fram að öðru kveldi

frá árla morguns tíð,

fólk Davíðs heiðna felldi,

fullgerðist hefndin stríð

undan ei rann

af þeim lifandi mann ...


mbl.is Ísraelar veita lokafrest vegna Rafah
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 458377

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband