Hvað má þá kalla Biden?

Biden er jafnan stórorður í garð þeirra sem hann, og bandarísk stjórnvöld, telja vera sína höfuðandstæðinga, svo stórorðir að þeir sem verða fyrir þessu eru farnir að yppa öxlum. Reyndar reiddust Kínverjar nýlega þegar forseti þeirra var kallaður einræðisherra svo sumum er ekki alveg sama.
En hvað má kalla Biden, sem ber jú höfuðábyrgð á pólitík Kanans nú um stundir? Þeir hafa nú í þrígang beitt neitunarvaldi í Öryggisráði SÞ um tafarlaust vopnahlé á Gaza, nú síðast með einhverjum afsökunum um að þeir séu að vinna að friði. Á sama tíma halda þeir áfram að senda Ísraelum hergögn, svo vel má kalla Biden og kó, fjöldamorðingja þar sem hann (og þeir) er(u) samsekur (sekir) í fjöldamorðunum á Gazaströndinni.
Einnig má benda á málefni blaðamannsins Julian Assange, sem bíður þess að verða framseldur til Bandaríkjanna til að rotna þar í fangelsi ævilangt fyrir það eitt að benda á stríðsglæpi Kanans í Írak á sínum tíma. Því má einnig kalla Biden stríðsglæpamann og sömuleiðis stjórnvöld í Bandaríkjunum. 
Þriðja dæmið eru fangabúðirnar við Guantanamoflóa á Kúbu. Þar eru enn í haldi, án dóms og laga, nokkrir meintir "hryðjuverkamenn", sem hafa sætt pyntingum og öðru harðræði nú í rúm 20 ár, án möguleika á að sleppa þaðan nokkurn tímann. Það eru mannréttindabrot af verstu gerð. 
Sjá https://www.amnesty.org.uk/guantanamo-bay-human-rights

Biden er þannig fjöldamorðingi, stríðsglæpamaður og níðingur, auk þess sem maðurinn er auðvitað fífl sem ætti að hætta að kasta grjóti úr glerhúsi. Sama á auðvitað við um bandarísk stjórnvöld.


mbl.is Biden kallar Pútín brjálaðan tíkarson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 455394

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband