23.2.2024 | 12:46
Alþingismaðurinn og mótmælendur
Birgir Þórarinsson guðfræðingur og alþingismaður, áður fyrir Miðflokkinn en nú fyrir Sjálfstæðisflokkinn, er einn þeirra sem reynir að auka á andúð fávísra öfgamanna á Palestínumönnum og stuðningsmönnum þeirra. Hann skrifaði grein í Moggann í gær, fimmtudag, þar sem koma fram lúalega árásir á mótmælendur og lygar á leiðtoga Palestínumanna, þ.e. Hamas, og er það ekki í fyrsta skipti sem hann lepur upp lygarnar frá hægri öfgamönnum í Ísrael.
Lúalegheit Birgis felast m.a. í því að bera saman fjöldamorðin á Gaza og "flóttamennina" frá Grindavík! Einnig er honum tíðrætt um að leiðtogar Hamas lifi í vel-listingum í útlöndum en hvetji til fórna almennings á Gaza. Hann nefnir Khaled Mashal sem dæmi, kallar hann miljónamæring sem færir engar fórnir en fórnar löndum sínum í staðinn. Hvergi er vitnað í heimildir fyrir þessu, enda eflaust hrein og klár lygi eins og fleira sem kemur frá þessum fyrrum Miðflokksmanni.
Hið rétta er að Mashal var leiðtogi Hamassamtakanna, sem unnu stórsigur í almennum kosningum í Palestínu árið 2006 og var við stjórnvölin í Gaza til árins 2017. Núverandi leiðtogi Hamas býr á Gaza og deilir með því örlögum þjóðar sinnar.
Af Mashal er það að segja að Ísraelsstjórn hefur margoft reynt að myrða hann - m.a. árið 1997 - og deilir þannig einnig örlögum með löndum sínum. Hann varð leiðtogi Hamas eftir að Ísraelsmenn drápu tvo æðstu forystumenn Hamas árið 2004.
Af dvöl hans í útlöndum er það að segja að hann bjó lengi í Jórdaníu, þ.e. í gömlu Palestínu, þar til konungur Jórdana rak hann og fleiri Palestínumenn úr landi til að þóknast Kananum og af hræðslu við Ísrael. Síðan hefur hann verið landflótta eins og svo margir Palestínumenn. Vinsældir hans og Hamas meðal Gazabúa má fyrst og fremst rekja til þess hve hreyfingin hefur verið dugleg að berjast fyrir réttindum Palestínu og að standa uppí hárinu á fasistastjórninni í Jerúsalem.
https://en.wikipedia.org/wiki/Khaled_Mashal
Keyrt á mótmælanda fyrir utan Ráðherrabústaðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.