Frábær niðurstaða! Forstjórinn segi af sér

Þetta er alveg frábær niðurstaða hjá Borgarráði og sýnir að pólitískir fulltrúar okkar eru ekki eins spilltir og maður hefði haldið! Nú er kominn tími til að hreinsa til hjá Orkuveitunni og hjá REI.

Hjörleifur Kvaran verður að segja af sér störfum og sömuleiðis höfuðpaur þessa alls, Guðmundur Þóroddsson.

Reyndar gæti Borgin þurft að punga út nokkrum milljörðum vegna vanefnda á samningum.

Þ.e.a.s. ef dómstólar komast að þeirri niðurstöðu að fundurinn í stjórn Orkuveitunnar, þar sem samningurinn var samþykktur, hafi verið löglegur. En hvað með það. Það er þó betra en þetta brask með almannafé.

Vonandi verður þetta upphafið að endinum á einkavinavæðingunni og að allt það ferli verði tekið til gagngerrar endurskoðunar. Þjóðnýtum bankana aftur!

Eitt að lokum. Hvað ætli Össur Skarphéðinsson geri nú, eftir fjálglegar yfirlýsingar um mikilvægi orkuútrásarinnar. Etur það ofan í sig eins og aðrar vitleysur sem hann hefur látið hafa eftir sér?


mbl.is Borgarráð samþykkir að hafna samruna REI og Geysis Green
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Andstyggilegt innræti mitt fær mig til að efast um að knýjandi réttlætiskennd hafi ráðið atkvæðum allra þessara fulltrúa okkar.

Málið var komið í þann farveg samfélagsumræðunnar að afstaðan var orðin prófsteinn á siðferðisstig viðkomandi og það var engin undankomuleið.

Skaðabótakröfur?

Þá er komið að þeim heiðursmönnum öllum að kynna sig fyrir þjóðinni!

Varla trúi ég að þeir falli á svo léttu prófi. 

Árni Gunnarsson, 1.11.2007 kl. 12:18

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Já það væri eðlilegt framhald þessarar ákvörðunar að þjóðnýta bankana aftur.

Ef ég væri Guðmundur Þóroddsson þá myndi ég yfirgefa þetta fley, taka helstu starfsmenn með mér og gera þetta sjálfur án OR.  Það hlýtur að vera eina skynsamlega ákvörðunin af hans hálfu.  Það er ekki hægt að vinna með núverandi borgarstjórn, úr hvaða flokki sem hún kemur.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 1.11.2007 kl. 12:18

3 Smámynd: Rún Knútsdóttir

Hugsanlega verður ekki um skaðabótaskyldu að ræða þrátt fyrir að fundurinn væri talinn löglegur. Enn eru áhöld um hvort að þeir sem gerðu samningana hafi haft nægjanlegt umboð en umboðsskortur leiðir til að samningur er óskuldbindandi nema hann sé samþykktur eftir á.

Rún Knútsdóttir, 1.11.2007 kl. 13:02

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Verðum við ekki að reyna að kjósa fullorðið fólk í næstu borgarstjórnarkosningum?

það vantar ekki háskólapróf á þessi himpigimpi.

Æi, við vissum sosum ekkert hvern fjandann við vorum að gera!

Er svona lagað boðlegt? 

Árni Gunnarsson, 1.11.2007 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband