2.11.2007 | 13:06
Furðulega vægt tekið á smygli á sterum
Þessi frétt um skaðleg áhrif steraneyslu, ekki aðeins á sjálfan neytandann, heldur einnig á afkomendur hans, staðfestir einungis fjölmargar rannsóknir um skaðsemi steraneyslu. Samt sem áður halda íslensk stjórnvöld og löggjöf áfram að stinga höfðinu í sandinn og sleppa mönnum með mjög vægar refsingar fyrir innflutning á þessum efnum. Nú síðast fékk einn smyglarinn aðeins 120.000 kr. sekt fyrir stórfellt brot og nær undantekningarlaust er smyglurunum, eða vörslumönnum efnanna, sleppt samdægur og þeir eru teknir.
Það er tími til kominn að tekið sé miklu alvarlegar á þessum brotum en gert er. Í Svíþjóð er löggjöfin jafn ströng hvað varðar steraeign- og notkun og eign og notkun á hörðum fíkniefnum - og miklu strangari en hér á landi. Rökin fyrir því hjá Svíunum eru þau að sterar valda mjög aukinni ofbeldishneigð hjá neytendum og er einhver helsti orsakavaldur ofbeldisverka klíkugengja sem ganga um berjandi fólk sér til gamans.
Ég skora því á almenning að hafa áhrif á lýðræðislega kjörna fulltrúa sína til að koma á miklu strangari löggjöf í þessum málum. Ljóst er að frumkvæðið kemur ekki frá lögreglunni vegna þeirra krafta- og líkamsdýrkunar sem þar er ríkjandi. Þá virðast dómstólarnir einhverra hluta vegna ekki heldur hafa áhuga á að taka á þessum málum þó þeim sé fullkunnugt um hrikalegar afleiðingar þeirra.
Steraneysla hefur áhrif á afkomendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.