17.11.2007 | 18:28
Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera?
Loksins fær maður einhverjar fréttir af fundi Vísindanefndar SÞ í Valencia sem hefur staðið yfir alla þessa viku.
Stjórnmálamenn og fjölmiðlar hér á landi hafa sýnt þessari ráðstefnu lítinn sem engan áhuga. Jafnframt hefur ríkisstjórnin lítið sem ekkert tekið á loftslagsmálum - og ekki sett fram neina stefnu um þaumér vitanlega.
Ég þykist vita að margt samfylkingarfólk er ekki ánægt með stöðu mála enda er öðruvísi staðið að málum hjá systurflokknum í Noregi.
Norska vinstristjórnin hefur mótað sér stefnu í málaflokknum og sett sér það markmið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 30% fyrir árið 2020.
Nýjustu upplýsingar um stöðu mála, þ.e. að það þurfi að draga úr losun um 50-80% til ársins 2015 til að koma í veg fyrir að meðalhiti á jörðinni hækki um meira en tvær gráður á þessu tímabili, hefur orðið til þess að norska ríkisstjórnin hefur ákveðið að grípa til mun ákveðnari aðgerða.
Hún mun nú í næstu viku standa fyrir umræðu á Stórþinginu um sameiginlegt átak allra flokka, líka hægri flokkanna (nema auðvitað norska Þjóðarflokksins sem afneitar staðreyndum rétt eins og margar mannvitsbrekkurnar sem skrifa athugasemdir við þessa frétt).
Hér heima bólar hins vegar ekki á neinu og ríkisstjórnin lætur eins og vandinn sé ekki til. Forsætisráðherra sagði um daginn að þetta mál væri ekkert á dagskrá, langt væri í næstu Kyotobókun (þ.e. 2012). Það er þó ekki styttra í næsta fund um málið en svo að hann fer fram eftir mánuð á Bali í Indónesíu þar sem næstu aðgerðir verða ræddar - og skýrslan sem lögð var fram núna á fundinum í Valencia þar til grundvallar.
Þá var nú nýlega gefinn út gjaldfrjáls losunarkvóti til handa álrisunum hér á landi og umhverfisráðherrann (já, kratinn) lét sem að kvótamálin væri ekkert atriði - hvað þá að álverin þyrftu eitthvað að borga fyrir sóðaskapinn.
Nýjasta álverið, já þetta á Reyðarfirði, eykur losun koltvísýrings hér á landi um 40% og losunina frá álverunum einum úr 25% í 40% af heildarlosuninni. Þá er enn talað um ný álver í Helguvík og í Húsavík - og jafnvel um stækkun í Straumsvík þó svo að Landsvirkjun sé loksins farin að átta sig á því að hún geti ekki til lengdar greitt með rafmagninu sem hún selur til álveranna.
Norðmenn hins vegar tala mikið um kvótakaup (af fátækari þjóðum sem þá liður í þróunaraðstoð) og mun þá væntanlega láta umhverfissóðana heima fyrir borga þann brúsa.
Já, ætli það hefði ekki verið nær fyrir Samfylkinguna að fara í vinstri stjórn, eins og systurflokkurinn í Noregi gerði, og taka á umhverfismálum af þeirri reisn sem norska ríkisstjórnin gerir?
Hlýnun jarðar er staðreynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 158
- Frá upphafi: 458376
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 138
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vandi vegna þess að pólitísk nefnd sem skipuð var pólitísk kemst að fyrrirfram gefinni niðurstöðu?
Þetta er svona svipað gáfulegt og ætla sér að nefnd skipuð Stalín, Lénín og Steingrími J kæmist ekki að þeirri niðurstöðu kapítalismi væri af hinu slæma.
Fannar frá Rifi, 17.11.2007 kl. 18:53
Þú ert greinilega enginn villutrúarmaður!
Geir Ágústsson, 17.11.2007 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.