Fyrirmæli til seðlabankans?

Ég hef tekið eftir því að í hvert skipti sem greiningardeildir bankanna, ekki síst Glitnis, koma fram með álit sitt um stýrivexti hefur seðlabankastjóri farið eftir "fyrirmælum" þeirra. Spáð var 0,5 hækkun stýrivaxta og það varð raunin ("Guð sagði: "Verði ... og það varð svo").  Ekki verður betur séð en að greiningardeildirnar séu helsti ráðgjafi Seðlabankans í peningarmálum.

Þannig má vera ljóst að vextir lækki ekki við næsta vaxtaákvörðun sem verður í febrúar heldur í maí þrátt ofan í allar spár óhlutdrægna manna.

Bankarnir líta þá líklega svo á að fyrst í maí séu þeir betur í stakk búnir að mæta vaxtalækkuninni sem hlýtur að þýða minnkandi tekjur fyrir þá. Háir stýrivextir þýða m.a. aukna ásókn í hlutabréf, lágir minni.

Nú er hins vegar svo komið að flóttinn af hlutabréfamarkaðinum er orðin svo mikill að háir stýrivextir skipta þar ekki miklu máli til eða frá. Því ljá bankarnir loksins máls á lækkun þeirra eftir margra ára ákall um hækkun.

Segjum svo að verðhrunið á hlutabréfamarkaðinum hafi ekkert gott í för með sér. 

 


mbl.is Glitnir spáir stýrivaxtalækkun í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 458378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband