Siðblindir menn?

Það er furðulegt að lesa ánægju forstjóra Glitnis yfir því eina sem gekk vel í rekstri bankans á síðasta ári, þ.e. okurvaxta- og okurþjónustugjaldastefnu fyrirtækisins!

Þessi okurstarfsemi sem almenningur þarf að borga er það sem heldur bankanum gangandi, nú þegar brask þeirra í útlöndum með peninga almennings hefur beðið skipbrot.

Siðleysi forstóranna er enn meira áberandi í fréttinni um að forstjóri Straums-Burðaráss hafi haft hátt í 40 milljónir króna í mánaðartekjur (eða jafnvel enn meira). Er ekki tími til komið að sett séu lög sem komi í veg fyrir að þetta fólk geti hagað sér eins og það sýnist?

Verið er að kalla eftir hertari reglum um fjárfestingar bankanna erlendis og um lántökur þeirra í því skyni, sem byggja í raun á lánstrausti ríkissjóðs. Þessar geysimiklu lántökur eru farnar að stofna ríkissjóði í hættu, svo nú er loksins farið að tala um að setja lög sem takmarkar þetta.

Því ekki að setja einnig lög um hámark stjórendalauna og vaxta- og þókunarokur lánastofnana? Í raun og veru stjórnast þetta framferði af stefnu og stefnuleysi stjórnvalda í peningamálum. Mál er að linni.


mbl.is Hagnaður Glitnis 27,7 milljarðar króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Þá á líka að setja lög um það hve þín laun eiga að vera há. Myndir þú sætta þig við það að eiga ekki möguleika á hærri launum en 200.000 kr. á mánuði.?

Fólk á heldur ekki að skipta við þessa banka ef að því ofbýður það sem þeir bjóða. Það er enginn að neyða því að taka þessi útlán á okurvöxtum, eins og þú nefndir. Svo einfalt er það!

Ólafur Guðmundsson, 29.1.2008 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 98
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 84
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband