11.4.2008 | 12:55
Burt með ríkisstjórnina!
Nú er orðið ljóst að efnahagskreppunni skal skellt á almenning í landinu og allt gert til að vernda þá nýríku. Hækkun stýrivaxta nú, nokkrum dögum eftir að þeir voru hækkaðir um 1,5%, er gott dæmi um það.
Þegar vextirinir voru hækkaðir á dögunum þá var haft eftir formanni Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrúnu, að hún styddi ákvörðun Seðlabankans og hún reiknaði jafnvel með meiri hækkun í baráttunni við verðbólgudrauginn!
Nú er það svo að til eru mun fleiri leiðir til að berjast við verðbólguna, svo sem að hækka skatta á hátekjufólk. Sú leið er farin í nágrannalöndum okkar, þar sem er þrepaskipt skattkerfi, og það þó svo að hægri stjórnir séu við völd.
Nýleg könnun sýnir að íbúar á Norðurlöndum vilja frekar öflugt velferðarkerfi en lækkun skatta og engin ástæða til að ætla að hér sé öðruvísi farið. En samt er þetta alls ekki gert - þrátt fyrir að slíkt sé vinstra úrræði og að mjög sterkur jafnaðarmannaflokkur sé í ríkisstjórn og þrátt fyrir að efnahagsástandið kalli á slíkt.
Mér sýnist þess vegna að það sé borin von að Samfylkingin geti eða vilji hafa nokkur áhrif á það að draga úr ójöfnuðinum í þessu landi og beitta öðrum úrræðum en þeim sem nú er beitt: að láta efnahagskreppuna lenda á almneningi en hlífa útrásarliðinu.
Því miður sjáum við þó ekki neina hjálp frá stjórnarandstöðunni. Hún er veik og hefur sjálf engin úrræði að bjóða upp á.
Merkilegt er hvað Vinstri-grænir eru slappir. Þar virðist engin hugmyndafræðilega stefnumótun eiga sér stað. Engin öflug krafa um hækkun skatta á þá launahærri og ekkert andóf gegn áróðri Samfylkingarinnar fyrir inngöngu í ES og aðförinni að krónunni.
Einungis vesælar tilraunir til að vinna almenningshylli með því að mótmæla fálmkenndum tilraunum íhaldsins til að einkavæða heilbrigðiskerfið og styðja baráttu hægri-fasista í Tíbet.
Það virðist þörf á nýju öflugum vinstri flokki til að verja hagsmuni almennings og stunda markvissa vinstri pólitík.
Alvarleg staða efnahagsmála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 98
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 84
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.