Hefndaraðgerð?

Líklegt má telja að sjálfsmorðsárás Palestínumanna nú í morgun hafi verið hefnd vegna drápa Ísraela á 18 Palestínumönnum um daginn þar af á 11 óbreyttum borgurum. Í þessari frétt nú er athyglisvert að einungis er sagt frá því hve margir ísraelskir hermenn "slösuðust" en ekki hve margir Hamas-liðar dóu. Kannski dæmigert fyrir sýn vestrænna fjölmiðla á átökunum og hve líf Ísraela er miklu meira virt en líf Palestínumanna?

Af morðum Ísraela á Palestínumönnum um daginn er það að segja að samtökin Human Rights Watch hafa krafist óháðrar rannsóknar á atvikinu þegar ísraelskur skriðdreki skaut á fréttamann Reuters og drap hann - og þrjá unga Palestínumenn sem voru þar nálægir. Samtökin halda því fram að Ísraelar hafi drepið fréttamanninn af ásettu ráði. Engin vopnuð átök fóru fram á svæðinu þegar árásin var gerð.

Meira að segja aðalritari Sameinuðu þjóðanna Ban Ki-Moon, sem Bandaríkjamenn studdu til embættis, gagnrýnir morð Ísraela á óbreyttum borgurum og krefst þess að Ísraelsmenn virði alþjóðalög um mannréttindi.

Merkilegt að maður hefur ekki séð neina frétt um þessi viðbrögð í íslenskum fjölmiðlum. 

 

 


mbl.is Átök á landamærum Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thú hefur verid eitthvad úti á thekju thegar thú last thessa frétt. Sé ekki betur en thrír Palestínmenn hafi látid lífid. Er thad ekki nóg fyrir thig?

Siggi

Siggi (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 10:53

2 identicon

Sæll

Hamas sagði að þeir hefðu gert þetta til að ræna Ísraelskum hermanni ekki til að hefna fyrir aðra árás. Stendur það ekki í fréttinni?

Steingrímur Valgarðsson (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 11:22

3 identicon

"en talið er að árásin hafi verið gerð með það að markmiði að ræna ísraelskum hermanni..." hvar sér þú að hamas hafi sagt það steingrímur?

Anna (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 12:01

4 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Hjá íslenskum frétta- og blaðamönnum heitir það þegar Ísraelsmenn fremja morð, hryðjuverk og ofbeldi...; AÐGERÐIR ÍSRAELSKA HERSINS.

Þegar Palestínumenn bera hönd fyrir höfuð sér, þá heitir það hjá íslenskum frétta- og blaðamönnum.........; HRYÐJUVERK PALESTÍNUMANNA

Hafi íslenskir frétta- og blaðamenn skömm fyrir að kalla hlutina ekki sínum réttu nöfnum.  Þarna er um grófa hlutdrægni að ræða. 

Takk fyrir góða og réttmæta athugasemd.

Sigurbjörn Friðriksson, 19.4.2008 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 460036

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband