Er Hillary hægrisinnaðri en Bush?

Forkosningar demókrata í Pennsylvaníu hafa sýnt nýja hlið á Hillary Clinton - og einnig á demókrötum. Þetta virðist eitthvert hægri sinnaðasta fylki Bandaríkjanna. Yfir 60% af stuðningsfólki Hillary hefur sagt að kynþáttur skipti sig máli við val á frambjóðenda - og margir af stuðningsmönnum hennar hafa gagnrýnt Obama fyrir að styðja baráttu samkynhneigðra. Auk þess hafa verið uppi dylgjur um tengsl Obama við róttæka múslíma í USA.

"The white trash" virðist því vera sterkt í þessu fylki og eru ötulir stuðningsmenn Clinton með sína fordóma gegn samkynhneigðum, með islamfóbíu og illa dulinn rasisma. Þetta virðist Hillary hafa nýtt sér í kosningarbaráttunni.

Þá hefur ákafur stuðningur hennar við Ísrael vakið athygli og ummæli hennar um að Bandaríkin gætu gjöreytt Íran ef þeir leyfðu sér að ráðast á Ísrael. Svona "militanta" eða herskár yfirlýsingar hafa ekki einu sinni heyrst frá McCain í kosningarbaráttunni.

Er því ekki nema von að um 25% kjósenda Clintion séu tilbúnir að kjósa repúblikana ef hún tapar forkosningunum en aðeins um 15% kjósenda Obama tala um að gera það sama. Samt sýna skoðanakannanir að Obama muni vinna McCain en Hillary ekki.


mbl.is Clinton sigraði í Pennsylvaníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bush er nefnilega ekkert svo hægrisinnaður, bara gamaldags fasisti

 Annars hef ég aldrei fattað þessar skilgreiningar vestanhafs. Hérna eru þeir íhaldssömu yfirleitt vinstrisinnaður, en þarna eru "vinstri" (í raun miðju eins og Samfó) þeir frjálslyndu/liberal.

Geiri (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 96
  • Sl. viku: 359
  • Frá upphafi: 459283

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband