3.5.2008 | 18:43
Hellismafían vann
Það fór þá eins og flestir spáðu. Smalanir Hellismafíunnar gengu upp. Enn eitt árið situr skákhreyfingin uppi með forseta úr því félagi. Reyndar eru þrír stjórnarmenn af sjö úr Helli en voru fjórir í fyrra.
Kvennaveldið sem komst á í lok stjórnartíðar Guðfríðar Lilju er þó sem betur fer að renna sitt skeið því einungis ein kona er eftir í stjórninni (en voru fjórar ef ég man rétt). Þessi eina kona er reyndar margra kvenna maki hvað munnsöfnuð varðar.
Reyndar er Björn Þorfinnsson einnig þekktur fyrir að vera orðhákur inn mesti og hefur oft skrifað hluti á Skákhorninu sem ekki sæmir forseta Skáksambandisins - og þá einkum eftir miðnætti. Össur Skarphéðinsson kemst ekki í hálfkvist við Björn á þeim tíma sólarhringsins. Við megum því búast við ýmsum uppákomum frá forsetanum og fleiri stjórnarlimum næsta árið.
Spurningin er hins vegar hvort við getum vænst einhverra framfara á skáksviðinu en þar hefur allt farið á verri veginn þó svo að síðasta stjórn hafi látið sem allt væri í himnalagi.
Nú seinast tefldu tveir bestu skákmennirnir okkar, þeir Hannes H. Stefánsson og Héðinn Steingrímsson á Evrópumeistaramótinu í skák. Héðinn varð í 113. sæti en Hannes í 141. sæti. Þetta mót gaf réttinn til að komast í heimsbikarkeppnina í skák og var þannig upphafið að keppni um næsta heimsmeistaratitil í skák.
Til samanburðar má nefna að árið 1988-1989 komst Jóhann Hjartarson í undanúrslit heimsmeistarakeppninnar og 30 árum áður varð Friðrik Ólafsson í 7. sæti áskorandamótsins.
Þetta segir okkur best hversu mjög íslensk skák hefur dregist aftur úr síðustu tuttugu árin. Þó er enn látið sem við getum eitthvað í skák og meira að segja liggur lagafrumvarp fyrir alþingi um að Reykjavík verði skákhöfuðborg heimsins árið 2010!!!
Ástæðan fyrir þessu ofmati á getu íslenskra skákmanna, og íslenskrar skákar, er sá blekkingarleikur sem íslenska skákhreyfingin hefur leikið á undanförnum árum með Guðfríði Lilju í broddi fylkingar og Björn Þorfinnson sem hennar trygga meðreiðarsvein. Þetta hafa menn gert til að véla styrktarfé út úr fyrirtækjum og hefur það gefist ágætlega (vegna fornrar frægðar). Hins vegar er það spurningin hve lengi sé hægt að leika þann leik áfram en Björn þessi mun eflaust feta þar dyggilega í fótspor Guðfríðar Lilju.
Konan sem kosinn var í stjórn Skáksambadnisins heitir Edda Sveinsdóttir og er móður litlu stelpunnar sen vann forsætisráðherrann í frægri skák á síðasta ári. Segir það reyndar meira um skákstyrk Geirs Haarde en stelpunnar því í kjölfarið varð hún í einu af allra síðustu sætunum á heimsmeistarmóti stúlkna í hennar aldurflokki (nr. 120 eða eitthvað svoleiðis) og varð svo næst síðust á Norðurlandamótinu í skák í hennar aldursflokki (einungis landa hennar varð neðar).
Samt er sagt Guðfríði Lilju til hróss að hún hafi komið kvennaskákinni á kortið. Ef svo er þá sýnir það kort ekki styrk okkar heldur veikleika. Með Eddu þessari í stjórninni má búast við að áfram verði haldið með það að styrkja hæfileikalausar stelpur til utanfarar og það með ærnum tilkostnaði.
Tekið skal fram að á síðasta ári jukust útgjöld Skáksambandisins um a.m.k. sjö milljónir króna þó svo að engin stórmót hafi verið í gangi erlendis sem landsliðið okkar fór á - og árangur okkar fólks sjaldan eða aldrei verið lélegri.
Með þessum nýja forseta má búast við að bruðlið haldi stjórnlaust áfram enda er hann búinn að lofa sömu stefnu og verið hefur.
Björn Þorfinnsson nýr forseti Skáksambands Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 458378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Leiðinlegt að þú skyldir ekki mæta og deila þínum skoðunum. Misstir líka af helvíti góðum brandara sem hlegið var dátt að...minnir að þú hafir verið þar í aðalhlutverki *klakk* *klakk*
Ingvar Þór Jóhannesson, 3.5.2008 kl. 19:40
Sæll Torfi.
Ég tilheyri ekki þessari Hellismafíu eins og þú veist.
Mér er fyrirmunað að skilja af hverju bæði Björn og Lilja verðskulda þessi skrif þín. Breytingartillögu Lilju ofl. um eina konu í hverri sveit í SÍ hafnaði ég snarlega enda finnst mér hún frekar niðrandi fyrir konur heldur en hitt. Sé lítið jafnrétti í slíku.
<>Er ekki rétt að láta reyna á Björn áður en hann er gagnrýndur? Óttar Felix verður í stjórn SÍ með Birni og tók tapinu í forsetakjörinu með fádæma æðruleysi. Það er óþarfi að þyrla upp moldviðri þegar báðir frambjóðendur eru með svo líka stefnuskrá og vilja starfa hvor með öðrum öllum til hagsbóta.
Ég saknaði þess að sjá þig ekki á fundinum Torfi satt best að segja. Þar er orðið frjálst og þú hefur verið ötulastur manna að tjá þig um málefni skákhreyfingarinnar.
Einar K. Einarsson (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 19:41
Brandarinn um Torfa var gjörsamlega magnaður. :)
Snorri Bergz, 3.5.2008 kl. 19:48
Látið brandarann flakka
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.5.2008 kl. 05:16
Sæll Einar og takk fyrir málefnalegt innlegg - ólíkt innleggjunum frá hægri bullunum sem hér hafa lagt orð í belg.
Ástæða þess að ég skrifa svona um fyrrum forseta og þann núverandi er sá blekkingarleikur og tvískinningur sem mér finnst hafa einkennt skákhreyfinguna mörg undanfarin ár - og svo auðvitað sú slæma staða sem íslensk skák er búin að vera í um tíu ára skeið eða lengur.
Skákhreyfingin hefur lengi misnotað traust og tiltrú almennings og stjórnvalda, sem hefur birst í ríkulegum styrkjum til hreyfingarinnar. Launasjóður stórmeistara er eitt dæmið en þar hafa menn þegið laun árum saman án þess að hafa átt rétt á þeim (ekki uppfyllt skilyrðin) - og komist upp með það með þegjandi samþykki Skáksambandsstjórnarinnar.
Þá hafa þjálfunarmálin verið í ólestri allt frá því að Helgi Ólafsson tók við skólastjórn Skákskólans. Með stofnun skólans fyrir almannafé átti að efla íslenska skák sem um munaði eða halda henni í það minnsta á þeim stað sem hún var, en íslenska landsliðið náði best 5. sæti á Ólympíumóti á síðasta áratug síðustu aldar - auk þess sem við áttum fjölda heimsmeistara í yngri flokkunum og ólympíumeistar í flokki yngri en 16 ára.
Í stað þess hefur árangri landsliðins hrakað ár frá ári og frammistaða ungmennanna að sama skapi.
Því má með réttu segja að Skákskólinn hafi gert miklu meira ógagn en gagn undir stjórn Helga. Samt hefur ekkert verið hróflað við honum, enda var hann sjálfur í stjórn Skáksambandsins lengstum og hefur þar enn mikil ítök.
Tveir þeirra sem komu með hæðnisinnlegg hér að ofan við færslu mína hafa starfað sem þjálfarar skólans, þannig þegið mola af borðum skólastjórans og hafa löngum viljað launa honum greiðann - til að fá að sitja áfram að kræsingunum.
Ástæða skrifa minna er sú að ég tel löngu tímabært að taka til hendinni og hreinsa til innan skákhreyfingarinnar. En það eru sterk öfl sem hafa hagsmuna að gæta og vilja því standa vörð um ríkjandi ástand. Hér eru nefnilega þokkalega miklir peningar í húfi sem menn vilja sitja áfram að án þess að vinna fyrir þeim. Þess vegna er það þeim mikilvægt að halda manni eins og mér sem lengst í burtu því hver sá sem ruggar bátnum er hættulegur þeirra hagsmunum.
Merkilegt finnst mér þó að almennur skákáhugamaður lætur þetta viðgangast og rís ekki upp gegn þessari spillingu sem viðgengst. Líklega þurfa augu styrkveitendanna að opnast svo að viðbrögðin verði einhver.
Torfi Kristján Stefánsson, 4.5.2008 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.